Katrín efst í nýrri könnun Prósents

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi.
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir, fv. forsætisráðherra, hefur náð forystu í nýjustu könnun Prósents með 22,1% fylgis. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hefur hins vegar tapað verulegu fylgi og mælist með tæp 20% skammt ofan við Baldur Þórhallsson prófessor með 18,2%.

Þessar niðurstöður voru kynntar á forsetafundi Morgunblaðsins, sem var að hefjast í Græna hattinum á Akureyri rétt í þessu. Katrín Jakobsdóttir er gestur þessa fundar, en hann verður sýndur á mbl.is í fyrramálið og er öllum opinn.

Fylgi fimm efstu frambjóðenda nú og hreyfing fylgisins undanfarnar vikur.
Fylgi fimm efstu frambjóðenda nú og hreyfing fylgisins undanfarnar vikur.

Fylgi Höllu hækkar

Halla Tómasdóttir forstjóri sækir enn í sig veðrið með 16,2% og fer fram úr Jóni Gnarr leikara með 13,4%. Arnar Þór Jónsson lögmaður er talsvert aftar með 6,0%, en aðrir frambjóðendur með um eða undir 1%.

Þetta er í fyrsta sinn sem Katrín er efst í vikulegum fylgismælingum Prósents fyrir Morgunblaðið og mbl.is, án þess þó að fylgi hennar hafi tekið nokkurt stökk, en hún hefur áður mælst með meira fylgi.

Mestu munar um hve hratt hefur saxast á fylgi Höllu Hrundar eftir hið öra ris hennar fyrir 4 vikum. Um leið hefur nafna hennar bætt verulega við sig, svo flestir efstu frambjóðendur eru á svipuðum slóðum. Þar segir sína sögu að bilið milli efstu fjögurra frambjóðenda er aðeins um 6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert