Svör allra frambjóðenda við sjö spurningum

Baráttan um Bessastaði heldur áfram en aðeins átta dagar eru …
Baráttan um Bessastaði heldur áfram en aðeins átta dagar eru þar til landsmenn kjósa sinn næsta forseta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mbl.is gaf öllum 12 frambjóðendum til embættis forseta Íslands tæki­færi til að svara sjö spurn­ing­um og tóku allir frambjóðendur þátt.

Frambjóðendurnir eru með mismunandi áherslur og sýn á forsetaembættið og geta les­end­ur hag­an­lega borið svör þeirra sam­an í fréttunum sem fylgja hér fyrir neðan. 

Enginn sagði að maki forseta ætti að vera launuð staða

Allir frambjóðendur fengu eftirfarandi sjö spurningar:

  • Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við embætti for­seta Íslands?
  • Hvað hef­ur þú helst fram að færa til embætt­is­ins um­fram aðra fram­bjóðend­ur?
  • Á maki for­seta að hafa form­lega, launaða stöðu?
  • Á for­seti að vera virk­ur þátt­tak­andi í þjóðmá­laum­ræðu?
  • Hvað vægi þyngst í ákvörðun um að synja lög­um staðfest­ing­ar: rök stjórn­ar­and­stöðu, mót­mæli, ráðgjöf eða eig­in dómgreind?
  • Hver eru brýn­ustu viðfangs­efni Íslend­inga nú og hvað hef­ur for­seti til þeirra mála að leggja?
  • Hver er hæfi­leg­ur tími í embætti fyr­ir for­seta?

Athygli vekur að enginn frambjóðandi svaraði játandi spurningunni um það hvort að maki forseta ætti að vera á launum. Svörin voru mismunandi og minntust sumir á það að starf maka forseta geti verið krefjandi.

Hægt er að lesa þessi viðtöl með því að smella á fréttirnar sem eru hlekkjaðar í fréttina eða með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert