Hættir í Hafnarfirði eftir tapið í kvöld

Ingvar Guðjónsson er hættur að þjálfa Hauka.
Ingvar Guðjónsson er hættur að þjálfa Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksþjálfarinn Ingvar Guðjónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Hauka eftir tapið gegn Stjörnunni í oddaleik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á heimavelli í kvöld.

Ingvar tók við liðinu af Bjarna Magnússyni á síðasta ári, en það teljast vonbrigði hjá Haukum að komast ekki í undanúrslit.

„Ég leyfi félaginu að tilkynna næsta þjálfara en ég vil þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Ingvar í samtali við Karfan.is í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert