Heldur vestur um haf

Jana Falsdóttir í leik með Njarðvík gegn Val fyrr á …
Jana Falsdóttir í leik með Njarðvík gegn Val fyrr á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jana Falsdóttir, leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik kvenna, gengur til liðs við Cal State Fullerton í háskólaboltanum í Bandaríkjunum að yfirstandandi tímabili loknu.

Jana er aðeins 18 ára gömul en býr þrátt fyrir það yfir mikilli reynslu þar sem hún hefur ásamt Njarðvík leikið með meistaraflokkum Hauka og Stjörnunar eftir að hafa leikið með yngri flokkum Keflavíkur.

Eftir góða frammistöðu var hún valin í A-landsliðið í fyrsta sinn undir lok síðasta árs og lék fyrsta landsleikinn gegn Tyrklandi þann 12. nóvember síðastliðinn.

Cal State Fullerton er lið California State-háskólans, sem er staðsettur rétt utan Los Angeles, og leikur í fyrstu deild háskólaboltans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert