Eyddi öllum færslum um Liverpool

Darwin Núnez, Alexis Mac Allister og Luis Díaz fagna marki …
Darwin Núnez, Alexis Mac Allister og Luis Díaz fagna marki í leik með Liverpool. AFP/Paul Ellis

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Darwin Núnez, sóknarmaður Liverpool, hefur eytt öllum færslum sem tengjast enska félaginu af Instagram-aðgangi sínum.

Á aðgangi Núnez má núna einungis sjá fjölskyldumyndir og myndir af honum í leikjum með úrúgvæska landsliðinu.

Tímabil Núnez hefur verið upp og ofan þar sem hann hefur skorað 18 mörk og lagt upp önnur 13 í 52 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en hann vekur gjarnan athygli fyrir fjölda góðra færa sem hann klúðrar.

Enskir miðlar telja ástæðuna fyrir því að Núnez hafi eytt öllum myndum af sér í leikjum með Liverpool vegna níðs eigin stuðningsmanna á Instagram, þar sem fjölskylda hans var í sumum tilfellum dregin inn í málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert