Búast við niðurstöðu í dag vegna varnargarðs

Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu, stendur uppi á varnargörðunum …
Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu, stendur uppi á varnargörðunum við Grindavík. mbl.is/Eyþór Árnason

Búist er við niðurstöðu í dag vegna minnisblaðs um nýjan varnargarð fyrir Grindavík sem hefur verið sent til dómsmálaráðuneytins, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðings hjá Eflu.

RÚV greindi fyrst frá málinu.

Ef samþykki næst verður garðurinn byggður fyrir innan varnargarðinn sem þegar er til staðar norðan og austan við Grindavík.

„Það er okkar hlutverk að leggja til það sem þarf að gera,” segir Jón Haukur, spurður út í tillöguna um varnargarðinn. 

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæti kostað um 250 milljónir

Spurður segir hann að nýi varnargarðurinn gæti kostað í kringum 250 milljónir króna og tæki það um tvær til þrjár vikur að byggja hann. Færi það eftir hvernig myndi ganga að sækja efni til verksins.

Veggurinn yrði um fimm metra hár og um 800 til eins kílómetra langur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert