Gaf kirkjubekki í kaþólsku kirkjuna

AFP/Sameer Al-Doumy

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sem nú liggur illa særður á sjúkrahúsi þar í landi eftir að hafa orðið fyrir skotárás fyrr í vikunni, heimsótti Ísland snemmsumars árið 2017 og sat við það tækifæri hádegisverðarfund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, þar sem samskipti landanna voru til umræðu.

„Það eru eingöngu jákvæðar minningar frá þeim fundi,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið.

„Hann heimsótti mig líka,“ segir Dávid B. Tencher, kaþólski biskupinn í Reykjavíkurbiskupsdæmi, en hann hitti Fico við þetta tækifæri.

Dávid var sóknarprestur á Austurlandi þegar þetta var og síðar biskup, en kaþólsk kirkja var þá í byggingu á Reyðarfirði. Heimsótti Fico Reyðarfjörð og var viðstaddur vígslu kirkjunnar. Segir Dávid að hann hafi veitt kirkjunni fjárstyrk frá slóvösku ríkisstjórninni sem nýttist til kaupa á kirkjubekkjum fyrir kirkjuna sem væri mjög þakklát honum fyrir stuðninginn.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert