Fordæmir leyndarhyggju í skólamálum

Laugarnesskóli.
Laugarnesskóli. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þessi mikli viðsnúningur í málinu og leyndin sem hefur ríkt um vinnuna að stefnubreytingunni vekur spurningar um hvort það hafi alltaf verið ætlunin að byggja unglingaskóla í Laugardalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúa,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hún á jafnframt sæti í skóla- og frístundaráði borgarinnar.

Tilefnið er stefnubreyting meirihlutans í borgarstjórn sem áformar að byggja nýjan unglingaskóla í hverfinu, í stað þess að byggja við skólana þrjá sem fyrir eru, eins og ákveðið hafði verið.

Marta fordæmir þá leyndarhyggju sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur ástundað í málinu að hennar mati, en það bar til tíðinda á fundi ráðsins fyrr í vikunni að meirihlutinn lagði fram tillögu um að skoðað yrði að byggja unglingaskóla í Laugardalnum til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert