Telur að Halla Tómasdóttir sigri í kosningunum

Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs ehf., og Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, voru álitsgjafar á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is með Höllu Tómasdóttur í gærkvöldi í Reykjanesbæ.

Ingvar Eyfjörð sagði að hann teldi að baráttan væri á milli Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur.

„Ég held að það liggi í því að þarna erum við með gríðarlega hæfa einstaklinga með mikla reynslu. Þær eru ólíkar og speglunin kemur þar fram,“ sagði Ingvar.

„Ertu með útgönguspá?“ spurði Stefán Einar Stefánsson.

„Já, ég held að Halla Tómasdóttir vinni,“ svaraði Ingvar og klöppuðu þá stuðningsmenn Höllu, sem fjölmenntu á fundinn.

Ingvar og Guðný voru álitsgjafar á forsetafundinum.
Ingvar og Guðný voru álitsgjafar á forsetafundinum. mbl.is/Brynjólfur Löve

Katrín og nöfnurnar verði í efstu sætunum

Guðný Birna sagði aðspurð að hún teldi að Katrín Jakobsdóttir, Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir myndu enda í efstu þremur sætunum.

„Hver það verður, ég gæti illa giskað á það miðað við skoðanakannanir síðustu daga en ég er gríðarleg spennt fyrir því að fylgjast með því,“ sagði Guðný Birna.

Ingvar og Guðný svöruðu ýms­um spurn­ing­um um kosn­ing­arn­ar frá Stefáni …
Ingvar og Guðný svöruðu ýms­um spurn­ing­um um kosn­ing­arn­ar frá Stefáni Ein­ari Stef­áns­syni og Andrési Magnús­syni. mbl.is/Brynjólfur Löve

Halla hef­ur verið á flugi í skoðana­könn­un­um að und­an­förnu og mun­ar núna inn­an við sex pró­sentu­stig­um á henni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem er með mesta fylgið, í skoðana­könn­un Pró­sents sem kom út á mánu­dag. Í könnun Maskínu sem kom út í gær var Halla Tómasdóttir komin upp í 2. sæti.

Horfðu á forsetafundinn í heild sinni: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert