Vann 50 milljónir í kvöld

Einn heppinn miðaeigandi vann 50 milljónir króna í Happdrætti Háskóla …
Einn heppinn miðaeigandi vann 50 milljónir króna í Happdrætti Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljónheppinn miðaeigandi vann 50 milljónir króna, fékk fimmfalda Milljónaveltu, þegar dregið var hjá Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld.

Miðaeigandinn var búinn að eiga happamiðann í fjölda ára og gladdist gríðarlega þegar hann fékk fréttirnar frá Happdrættinu að því er segir í tilkynningu.

Aðrir miðaeigendur höfðu líka ærna ástæðu til að fagna eftir útdráttinn. Einn fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti á tvöfaldan miða og fær því 14 milljónir króna í sinn hlut og tveir aðrir voru með einfaldan miða í sama númeri og fá því hvor um sig 7 milljónir króna.

Víkur þá sögunni að miðaeigandanum sem fékk 500 þúsund króna vinning en þar sem hann er með trompmiða fimmfaldast vinningurinn og fær hann 2,5 milljónir króna í sinn hlut.

Að auki hrepptu 7 miðaeigendur eina milljón króna hver og 11 fengu hálfa milljón hver.
Í heildina skiptu miðaeigendur með sér tæpum 210 skattfrjálsum milljónum í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert