Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Sala á jólabjór dregst saman

5.12. Sala á jólabjór í verslunum Vínbúðarinnar dróst saman um 13% dagana 15. nóvember til 4. desember miðað við á sama tímabili í fyrra. Meira »

Smurbrauðið fékk lögreglufylgd

1.12. Eigendur veitingastaðarins Jómfrúin við Lækjargötu þurftu aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag til að koma smurbrauði, eða svokölluðu smørrebrød, í samkvæmi þar sem Margrét Þórhildur Danadrottning var á meðal gesta. Meira »

Stóð ekki til að segja neinum upp

29.11. „Þetta er sorgardagur mikill. Þetta er rúmlega 500 manna vinnustaður sem er að segja upp 237 manns. Þetta eru ákaflega þungbærar og erfiðar fréttir,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um hópuppsagnir Airport Associates. Meira »

Vísar leka úr forsætisnefnd á bug

28.11. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, vísar því á bug að leki hafi orðið í forsætisnefnd Alþingis vegna tilkynningar í tengslum við erindi Björns Levís Gunnarssonar Pírata um akstursgreiðslur þingmanna. Meira »

„Alvarlegur leki“ úr forsætisnefnd

28.11. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kannast ekki við að forsætisnefnd hafi rætt það á fundi sínum að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, yrði mögulega látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent erindi til nefndarinnar um akstursgreiðslur til þingmanna. Meira »

Keðjuverkandi lokun vegna tækjabúnaðar

26.11. Afar flókið verður að koma tækjabúnaðinum fyrir sem verður notaður í verkefnið Flyover Iceland en stefnt er á opnun risastórrar sýningarhvelfingar á Fiskislóð seinnipart næsta sumars. Tækin munu fara inn í húsið áður en lokið verður við að byggja það. Meira »

Þakkargjörðarmáltíð fyrir 800 manns

22.11. Risavaxin þakkargjörðarhátíð var haldin í Hámu á Háskólatorgi í dag þar sem eldaður var matur fyrir um 800 manns. Í boði voru 150 kíló af hreinu kalkúnakjöti, rúmlega 40 kíló af fyllingu, 50 lítrar af sósu og heill hellingur af sætum kartöflum og öðru meðlæti. Meira »

Synd að húsið sé tómt

6.12. „Þetta er tómt hús og það er bara synd,“ segir María B. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menningar og samskipta hjá Seltjarnarnesbæ. Bærinn hefur auglýst til sölu fasteignina Safnatröð 5 þar sem Lækningaminjasafnið átti að vera. Meira »

Krefjast 20 milljóna í bætur

5.12. Fyrirtaka í þremur málum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku þar sem eigendur Geymslna í Miðhrauni eru krafðir um í kringum 20 milljónir króna samanlagt í skaðabætur vegna brunans sem þar varð í apríl. Meira »

„Ekki um annað að ræða“

30.11. Átta greiddu atkvæði með brottrekstri þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar úr Flokki fólksins á stjórnarfundi flokksins sem var haldinn í dag. Einn var á móti. Meira »

„Miðað við að allt fari á versta veg“

29.11. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að uppsagnirnar hjá Airport Associates, 237 talsins, séu hugsaðar sem varúðarráðstöfun. Meira »

Vilja ekki slá skjaldborg um brotamenn

28.11. Tilgangur með nýju lagafrumvarpi um birtingu dóma og úrskurða dómstóla er ekki ætlað að slá skjaldborg um brotamenn heldur vernda hagsmuni annarra, einkum brotaþola. Þetta segir Benedikt Bogason, hæstaréttardómari og formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Meira »

Hjartað ávallt hjá Áslaugu

27.11. „Mitt hjarta hefur alltaf verið hjá Áslaugu, alveg frá upphafi þessa máls,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, spurð út í ummæli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um að of lítið hafi verið gert úr upplifun Áslaugar Thelmu hjá Orku náttúrunnar. Meira »

Undirliggjandi taugaspenna í tvö ár

26.11. „Ég er mjög þakklát og í rauninni mjög fegin að vera komin út úr þessu ferli en á sama tíma finnst mér það hafa verið mjög lærdómsríkt,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur. Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Þórarins Jónassonar sem höfðaði meiðyrðamál gegn henni. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

15.11. Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »