Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

Huga mætti að sektarheimildum

16.1. Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.  Meira »

Valdi Pearl Jam fram yfir HM

14.1. Haukur Gunnarsson er einn mesti Pearl Jam-aðdáandi landsins. Hann er á leiðinni á sína fimmtándu tónleika með bandarísku rokksveitinni í Padúa á Ítalíu í sumar. Viku síðar fer hann svo á sextándu tónleikana í Prag. Meira »

Starfshópur vegna áreitni í íþróttum

12.1. Ákveðið hefur verið að stofna starfshóp á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um gerð aðgerðaáætlunar um hvernig eigi að bregðast kynbundinni áreitni innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. Þetta var niðurstaða fundar sem haldinn var í morgun. Meira »

Í fyrsta sinn á ævinni hrædd við veginn

12.1. Skagamaðurinn Bjarnheiður Hallsdóttir stofnaði Facebook-hópinn Til öryggis á Kjalarnesi í fyrradag og eru meðlimirnir strax orðnir um 3.000 talsins. Þar er þess krafist að stjórnvöld lagfæri veginn strax. Meira »

52% kvarta yfir kyrrstæðum bílum

10.1. Tæp 52 prósent ökumanna af Austurlandi segja að kyrrstæðar bifreiðar á akbrautum í dreifbýli trufli þá eða valdi þeim helst álagi við akstur. Meira »

Fljúgandi trampólín sjaldgæf í janúar

9.1. Algengast er að tryggingamál þar sem hlutir á borð við garðhúsgögn, trampólín og grill fjúka og valda tjóni komi upp á haustin hjá tryggingafélögum. Sjaldgæfara er að slík mál komi upp þegar komið er fram í janúar. Meira »

Skarst þegar trampólín fauk á rúðu

9.1. Unglingspiltur skarst og þurfti að láta sauma sig á slysadeild eftir að trampólín fauk á rúðuna í herbergi hans í parhúsi í Lindahverfi í Kópavogi í morgun. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

í gær „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Lítið starfsöryggi dagforeldra

15.1. „Starfsöryggi dagforeldra er ekki gott,“ segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma og formaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Meira »

Nuddarinn gekk of langt

12.1. Spjótkastarinn og afreksíþróttamaðurinn Ásdís Hjálmsdóttir á eina af frásögnunum sem íþróttakonur birtu í gær vegna kynbundins ofbeldis í þeirra garð. Atvikið sem um ræðir gerðist á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu árið 2013, tveimur dögum áður en hún átti að keppa fyrir Íslands hönd. Meira »

„Algjörlega ólíðandi og óþolandi“

12.1. „Það er algjörlega ólíðandi og óþolandi að svona komi upp,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, um frásagnir íþróttakvenna sem voru birtar í gær þar sem greint var frá kynbundnu ofbeldi í þeirra garð. Meira »

Sílóin fallin til jarðar

11.1. Síló Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féllu til jarðar í morgun. Verktakinn sem annast niðurrif verksmiðjunnar hófst á mánudag handa við að mylja sílóin niður með vélum. Meira »

„Þetta var alveg á ystu nöf“

10.1. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir að slökkviliðið hafi ráðið naumlega við að sinna eldsvoðunum tveimur sem komu upp með skömmu millibili aðfararnótt þriðjudags í Grafarvogi og Mosfellsbæ. Dæmi um það sé að nota þurfti einkabíla til að flytja fólk á sjúkrahús, þar á meðal lögreglubíla. Meira »

Háhýsi magna upp vind

9.1. „Það hefur verið stormur þarna, jafnvel eitthvað meira. Svo má bæta einhverju við út af 13. hæðinni,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður út í veðrið í Kórahverfinu í Kópavogi í morgun þegar heitur pottur fauk niður af 13. hæð fjölbýlishúss. Meira »

Heppnir að fara ekki niður með pottinum

9.1. Magnús Hákonarson hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi er annar tveggja manna sem fóru í útkall á þrettándu og efstu hæð fjölbýlishúss í Hörðukór í Kópavogi snemma í morgun þaðan sem heitur pottur fauk til jarðar. Meira »