Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Grænt ljós á frekari uppbyggingu

16.2. Í nýrri skýrslu um vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu sem starfshópur á vegum Kópavogsbæjar hefur skilað af sér er gefið grænt ljós á að frekari uppbygging verði til lengri framtíðar á svæðinu í Bláfjöllum og í Þríhnjúkagígum. Meira »

Gera við jeppa í 55 gráðu frosti

16.2. Tveir starfsmenn Arctic Trucks eru staddir á hásléttu Suðurskautslandsins í gríðarlegum kulda í eins konar björgunarleiðangri þar sem markmiðið er að gera við jeppa fyrirtækisins sem bilaði þar í síðasta mánuði. Meira »

Njóta ekki góðs af vexti í atvinnulífi

15.2. Aukinn fjöldi þeirra sem eru með háskólamenntun er ein af ástæðunum fyrir því hve margir úr þeim hópi eru á atvinnuleysisskrá. Einnig hefur vöxturinn í atvinnulífinu ekki skilað sér nægilega mikið í störfum fyrir háskólamenntað fólk. Meira »

„Furðuleg“ umræða í garð Gylfa

13.2. Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, 2. varaforseti ASÍ og stjórnarmaður í VR, segir umræðu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í garð forseta ASÍ vera furðulega. Samþykkt var á fundi trúnaðarráðs VR í gærkvöldi að halda áfram að skoða hugmyndir um að VR stofni húsnæðisleigufélag. Meira »

Fleiri karlar á flugfælninámskeið

12.2. Karlar eru í auknum mæli farnir að skrá sig á flugfælninámskeið. Aukin krafa er einnig frá foreldrum um að börn sæki slík námskeið. Þetta segir Elín Erlingsdóttir sem skipuleggur námskeið gegn flugfælni á vegum Icelandair sem hefst á næstunni. Meira »

Snýst um viðhorf allra Íslendinga

9.2. „Þetta var mjög ánægjulegur dagur og óvanalegt að vinna með þessum hætti á Alþingi Íslendinga,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að lokinni hinni svokölluðu rakarastofuráðstefnu sem var haldin á Alþingi. Meira »

Siðareglum Alþingis breytt vegna #metoo

9.2. Starfshópur hefur skilað forsætisnefnd Alþingis skýrslu með tillögum um breytingar á siðareglum Alþingis í tengslum við #metoo-byltinguna. Þar mun koma fram að óviðeigandi hegðun og framferði verði ekki liðin. Einnig stendur til að útbúa viðbragðs- og aðgerðaáætlun fyrir Alþingi. Meira »

Settu húsið á sölu á mánudaginn

7.2. „Fyrir utan vini mína og fjölskyldu hefur fólk sem við þekkjum ekki neitt verið mjög stuðningsríkt í okkar garð. Við viljum þakka öllum frá okkar dýpstu hjartarótum fyrir að trúa á okkur og vilja hafa okkur hérna,“ segir Eggert Einer Nielson og talar líka fyrir hönd eiginkonu sinnar og sonar. Meira »

BHM lengi bent á tölur um atvinnuleysi

16.2. Bandalag háskólamanna, BHM, hefur beðið um nánari greiningu á tölum Vinnumálastofnunar um fjölda háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá en þeir eru yfir 1.100 talsins. Formaður BHM segir að bandalagið hafi lengi bent á tölurnar án þess að nægilega hafi verið tekist á við vandamálið. Meira »

HM með stærri verkefnum sendiráðsins

15.2. „Við vissum að þetta yrði með stærri verkefnum sem sendiráðið hefur haft síðustu árin. Það sem kom kannski á óvart var hversu snemma það byrjaði,“ segir Hafrún Ö.Þ. Stefánsdóttir, sendiráðsfulltrúi í íslenska sendiráðinu í Moskvu um undirbúninginn fyrir HM í Rússlandi í sumar. Meira »

Fleiri inn um svefnherbergisglugga

15.2. Tvær tilraunir voru gerðar af innbrotsþjófum á höfuðborgarsvæðinu aðfararnótt þriðjudags til að komast inn um svefnherbergisglugga. 28 innbrotstilraunir voru gerðar í húsnæði viðskiptavina Securitas í janúar. Þær voru 13 á mánuði að meðaltali í fyrra. Innbrotafaraldur í gangi, að sögn markaðsstjóra. Meira »

Innbrotsþjófurinn var „pollrólegur“

12.2. „Manni er náttúrulega mjög brugðið að sjá einhvern skríða um heimilið sitt og fara skítugum sólum og höndum um hlutina sína,“ segir Freysteinn G. Jónsson. Meira »

Tekjulaus í ár vegna plássleysis

9.2. „Ég er ekkert fyrsta manneskjan sem lendir í þessu. Þetta er bara spurning um að brúa þetta bil sem myndast alltaf á milli fæðingarorlofs og leikskólapláss,“ segir Agnes Grímsdóttir. Meira »

Hvatti þingmenn til dáða

9.2. „Nú er það í ykkar höndum að ákveða hvernig þið vinnið úr því sem við gerðum hér í dag,“ sagði Ásdís Ólafsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, í samantekt sinni á hinni svokölluðu rakarastofuráðstefnu sem var haldin á Alþingi í dag í tilefni af #metoo-byltingunni. Meira »

Skoða dóma vegna myglu í fasteignum

8.2. „Eftirsóknin eftir þessu námskeiði sýnir að það er mikill áhugi fyrir þessu. Þessi mál eru í umræðunni og menn eru mikið að spá í þau,“ segir Hildur Ýr Viðarsdóttir hæstaréttarlögmaður sem kennir námskeið um myglu í fasteignum hjá Lögmannafélagi Íslands. Meira »

Misjafnar skoðanir á orsökum lækkunar

6.2. Misjafnar skoðanir eru á því hvað orsakaði þá miklu lækkun sem hefur orðið á bandarískum og japönskum hlutabréfamörkuðum. Sérfræðingur hjá IFS segir lækkanirnar á íslenskum hlutabréfamörkuðum ekki hafa verið eins miklar og hann hafi búist við. Meira »