Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

í fyrradag Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Engar uppsagnir fyrirhugaðar

12.10. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir því að leggja fram frumvarp um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, FME, á Alþingi næsta vor. Fyrirhuguð er umræða á þingi um skýrslu um framtíð íslenskrar peningastefnu. Engar uppsagnir eru fyrirhugaðar vegna sameiningarinnar. Meira »

„Hlakka til að ferlið klárist“

3.10. „Ég horfi fram á veginn og hlakka til að ferlið klárist þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir máli,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Búið er að gera kaupsamninga um allar eignir sem skilyrði Samkeppniseftirlitsins ná til vegna kaupa Haga á Olís og fast­eigna­fé­lag­inu DGV hf. Meira »

Verkfall þrátt fyrir greiðslustöðvun

2.10. Þrátt fyrir greiðslustöðvun Primera Air mun Flugfreyjufélag Íslands boða verkfall hjá ríkissáttasemjara í dag vegna flugfreyja um borð í vélum flugfélagsins sem hafa flogið með farþega til og frá Íslandi. Meira »

„Þungt hljóð í okkar fólki“

28.9. Flugfreyjufélag Íslands fordæmir ákvörðun Icelandair um að segja upp flugfreyjum og flugþjónum í hlutastörfum sem ekki eru tilbúnar til að ráða sig í fulla vinnu hjá flugfélaginu. Í ályktun félagsins sem var samþykkt á félagsfundi í gær er skorað á Icelandair að draga ákvörðunina til baka. Meira »

Vilja upplifun í stað veraldlegra hluta

26.9. Til þess að nýr þjóðarleikvangur standi undir sér er ekki nóg að bjóða þar eingöngu upp á knattspyrnuleiki. Nauðsynlegt er að víkka út sjóndeildarhringinn og nýta staðinn fyrir ýmis viðskiptatækifæri. Nú til dags eyðir fólk meiri peningum í ýmiss konar upplifun heldur en veraldlega hluti. Meira »

Horfi til Breta vegna þjóðarleikvangs

26.9. Tracey Crouch, íþróttamálaráðherra Bretlands, vonast til að Íslendingar horfi til Breta varðandi hönnun og samstarf þegar kemur að því að endurnýja Laugardalsvöll. Þetta kom fram í ræðu hennar á ráðstefnu um þjóðarleikvang sem var haldin í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, í dag. Meira »

Margþætt mismunun viðgengist

21.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstofnunum beri að tryggja að viðeigandi áætlanir séu fyrir hendi til að bregðast við áreitni og ofbeldi innan vinnustaða en einnig, og ekki síður, að sinna forvarnarhlutverki sínu þannig að uppræa megi þá menningu sem skarpar farveg fyrir áreitni og ofbeldi. Meira »

Smeygði sér út í gegnum bílakjallarann

í fyrradag „Það er ekki þægilegt að vita til þess að eitthvað geti gerst nálægt manni. Maður heldur alltaf að maður sé öruggur,“ segir Anna Katrín Hreinsdóttir, sem býr í Svíþjóð. Bréf sem innihélt duft var sent í fyrirtæki sem er við hliðina á húsinu þar sem hún starfar. Meira »

Ekki bara raketta á fréttahimni

10.10. Allir sem sóttu sameiginlegan fund velferðarnefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í morgun voru sammála um mikilvægi þess að taka á félagslegum undirboðum á vinnumarkaði af myndugleika þannig að það starfsfólk sem kæmi til Íslands til að vinna byggi við það öryggi sem það þyrfti að búa við og þau kjör sem væri búið að semja um. Meira »

Guðlaugur Þór ræddi við Jeremy Hunt

3.10. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ræddu samskipti Íslands og Bretlands og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) á fundi sínum í Birmingham í morgun. Meira »

Sheeran fær um 90% af hagnaðinum

28.9. Það kemur í ljós eftir helgi hvort haldnir verða aukatónleikar með enska tónlistarmanninum Ed Sheeran á Laugardalsvelli á næsta ári. Þrjátíu þúsund miðar seldust upp á tónleika hans í gærmorgun og hátt í tuttugu þúsund manns sem höfðu beðið eftir miðum þurftu frá að hverfa. Meira »

Sheeran stal brúðkaupsdeginum

28.9. Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir og verðandi eiginmaður hennar Trausti Sigurbjörnsson ákváðu að fresta brúðkaupsdegi sínum vegna þess að hann bar upp á sama dag og tónleikar Ed Sheeran á Laugardalsvelli á næsta ári. Meira »

Önnur vídd með nýjum velli

26.9. Mikilvægt er að Íslendingar sæki ráðgjöf varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs erlendis frá vegna þess að sérfræðiþekking hérlendis við að byggja stóra leikvanga er takmörkuð. Þetta sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á ráðstefnu um þjóðarleikvang sem var haldin í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Meira »

Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

24.9. Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem óskað er eftir viðræðum um greiðslu bóta. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

21.9. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »