Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Tjá sig ekki um svar stjórnar LV

27.6. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) sendi Fjármálaeftirlitinu (FME) í gær svar við fyrirspurn FME vegna mats stjórnarinnar á lögmæti þess að fulltrúaráð VR hefur ákveðið að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn LV. Boltinn er hjá FME, að sögn formanns stjórnar. Meira »

„Lærðum alveg helling“

14.6. Tæplega þrjátíu slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í æfingu í Skorradal í kvöld vegna mögulegra gróðurelda sem þar gætu kviknað. „Þetta er langt komið. Öll verkefnin leystust farsællega. Svo tekur við frágangsvinna og rýnifundur eftir æfinguna,“ segir Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri. Meira »

„Orðnir langþreyttir og pirraðir“

14.6. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa átt í viðræðum í dag um þinglok en engin niðurstaða er komin úr þeim. „Þetta var orðið dálítið undarlegt ástand á mannskapnum, satt að segja. Menn voru orðnir langþreyttir og pirraðir,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar. Meira »

Kallaði Steingrím harðstjóra

6.6. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega á fyrstu klukkstund þingfundar í morgun fyrir að breyta dagskrá þingsins og færa umræðuna um þriðja orkupakkann aftast í röðina í dag. Meira »

Labbar hringveginn með hjólbörur

5.6. Hugi Garðarsson leggur af stað frá Þingvöllum á morgun hringinn í kringum landið fótgangandi með hjólbörur meðferðis. Hann gerir ráð fyrir að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3.000 til 3.500 kílómetra. Þetta gerir hann til styrktar Krabbameinsfélags Íslands. Meira »

Síðari hálfleikur í Landsrétti

5.6. Lögmaður hóps fólks sem hefur krafist skaðabóta frá fyrirtækinu Geymslum vegna eldsvoðans í Miðhrauni í fyrra, reiknar með því að málinu sem tapaðist í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun verði áfrýjað til Landsréttar. Meira »

Dvínandi áhugi á Íslandi

4.6. Ísland er ennþá vinsæll áfangastaður á meðal viðskiptavina breska flugfélagins EasyJet. Hærra verðlag hérlendis hefur samt sem áður leitt til dvínandi eftirspurnar eftir flugferðum til landsins. Meira »

Sjá úrslitaleikinn á Tottenham-vellinum

31.5. Nokkrir íslenskir aðdáendur enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham og reyndar Liverpool líka ætla að fylgjast með úrslitaleik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu annað kvöld á risaskjám á Tottenham Hotspur Stadium, glænýjum heimavelli liðsins í London. Meira »

Ók tryllitækinu á 182 km hraða

17.6. Valur Jóhann Vífilsson bar sigur úr býtum þegar keppt var í sandspyrnu á Bíladögum á Akureyri sem hafa farið fram um helgina. Hann ók tryllitæki sínu af tegundinni Chevrolet á 182 km hraða eftir 91 metra langri brautinni á aðeins 3,06 sekúndum. Þetta er mesti hraði sem hefur náðst á brautinni. Meira »

Þinglok áfram rædd um helgina

14.6. Ennþá eru einhver samtöl í gangi á milli Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vegna þingloka en þau hafa hingað til ekki leitt til neinnar niðurstöðu. Frekari fundarhöld eru ekki fyrirhuguð í kvöld en málin verða áfram rædd um helgina. Meira »

Skjót viðbrögð þökk sé aukabakvakt

14.6. Þakka má aukabakvakt á stöðvum slökkviliðsins í Borgarfirði að slökkviliðsmenn frá Reykholti voru eins snöggir á vettvang og raun bar vitni þegar eldur kviknaði í vararafstöð fyrir svínabúið á Hýrumel í dag. Meira »

Sýndu ekki af sér vanrækslu

6.6. Eigendur Geymslna sýndu ekki af sér vanrækslu með því að setja ekki vatnsúðakerfi í húsnæði sitt eftir að starfsemi Drífu ehf. hófst í aðliggjandi húsnæði í Miðhrauni í Hafnarfirði, þar sem eldsvoði varð í apríl í fyrra. Meira »

Þyrlur úr landi með Norrænu

5.6. Þyrlur frá austurríska fyrirtækinu Heli Austria eru á leiðinni frá Íslandi og aftur til Austurríkis að hafa verið starfræktar hérlendis í vetur. Að sögn framkvæmdastjóra Arctic Heli Skiing gekk samstarfið við Heli Austria eins og í sögu. Meira »

Fyrirtækið Geymslur sýknað

5.6. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fyrirtækið Geymslur af skaðabótakröfum vegna eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ á síðasta ári. Meira »

Vendipunktur varðandi uppsagnir

3.6. Reikna má með að síðla sumars verði vendipunktur varðandi mögulegar uppsagnir í ferðamannaiðnaðinum hérlendis. Þetta segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. Meira »

Gallhörð en miðalaus í Madríd

31.5. Katrín Magnúsdóttir, einn fjölmargra aðdáenda enska knattspyrnuliðsins Liverpool á Íslandi, er komin til Madrídar þar sem hennar menn spila við Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Hún mun þó ekki styðja þá á vellinum sjálfum því henni tókst ekki að verða sér úti um miða. Meira »