Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

„Óþolandi og ólíðandi“

13:41 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir stöðuna sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar dómara í Landsrétti vera bæði óþolandi og ólíðandi. Meira »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

18.3. Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Trylltist af fögnuði í vinnunni

7.3. Ingi Björn Grétarsson var staddur í vinnunni og hafði verið með annað augað á leik Manchester United og Paris Saint-Germain sem fór fram í gærkvöldi í Meistaradeild Evrópu þegar hann missti sig gjörsamlega er hans menn í United fengu víti skömmu fyrir leikslok. Meira »

Óskynsamlegt að fara í átakafarveg

7.3. Niðurstaða fundar í vinnudeilu VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Akraness og Eflingar við Samtök atvinnulífsins var sú að finna þurfi leiðir til að blása lífi í kjaraviðræðurnar. Meira »

Nokkur mislingatilfelli gætu bæst við

5.3. Sóttvarnalæknir segir að nokkur tilfelli til viðbótar varðandi mislingasmit hér á landi gætu komið á næstunni en óttast ekki að faraldur muni breiðast út. Hann segir að huga þurfi að mörgu vegna stöðunnar sem er uppi. Meira »

Ísskrið gerir mönnum erfitt fyrir

27.2. Ísskrið í Ölfusá hefur gert björgunarsveitarmönnum á bátum erfitt fyrir í leitinni að Páli Mar Guðjónsssyni sem er talinn hafa ekið bifreið sinni út í ána á mánudagskvöld. Meira »

Embættið ber ekki ábyrgð á deilunni

25.2. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vísar gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á bug og segir alls ekkert nýtt að aðilar deili um kostnaðaráhrif af kjarasamningum. Hún segir að ákveðins misskilnings hafi gætt hjá honum. Meira »

Óskýr ummæli í dómi MDE

14:30 Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, telur að túlka verði niðurstöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot á ákvæðum Mannréttindasáttmálans þannig að hún gildi aðeins um fjóra dómara Landsréttar þar sem dómsmálaráðherra vék frá tillögum hæfnisnefndar en ekki þannig að dóm­stóll­inn í heild sinni telj­ist ekki skipaður lög­um sam­kvæmt. Ummæli í dóminum um þetta séu hins vegar óskýr. Meira »

Styrkur til strandblaks á Húsavík

13:06 Úthlutað hefur verið hálfri milljón króna til íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík vegna fyrstu alvörustrandblakvallanna þar í bæ. Meira »

Ekki við hæfi að hlakka til verkfalla

7.3. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að fólk vandi orðalag sitt þegar það ræðir um verkföll. „Ég legg áherslu á að við ræðum þessi mál af yfirvegun og mér finnst ekki við hæfi að forystufólk hlakki til verkfalla,“ segir Halldór Benjamín. Meira »

Hlakkar til að fara í verkfall

7.3. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigurreif eftir dóm Félagsdóms um að boðun stéttarfélagsins á verkfalli hótelstarfsmanna á morgun hafi verið lögleg. Hún hlakkar mikið til að fara í verkfall. Meira »

Átti ekki von á því að fá mislinga

6.3. Svanur Freyr Jóhannsson, sem býr á Reyðarfirði og er einn þeirra fjögurra sem vitað er til að hafi smitast af mislingum hérlendis undanfarið, segir líðan sína ljómandi góða og að hann sé allur að hressast. Hann fékk að vita af því að hann væri með mislinga á þriðjudaginn og er heima í sóttkví. Meira »

30 af 350 geta séð Dettifoss

27.2. Dettifossvegur hefur eingöngu verið fær breyttum bifreiðum frá því um miðjan janúar vegna þess að hann er aðeins mokaður tvisvar á ári að vetrarlagi samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar. „Ég myndi vera svekktur ef ég kæmist ekki þangað sem ferðamaður," segir formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Skoðar vegrið við bakka Ölfusár

27.2. Bæjarstjórn Árborgar ætlar að skoða hvort fýsilegt sé að setja upp vegrið eða ígildi þess við bakkana neðan við Hótel Selfoss og nágrenni þess í ljósi þess að karlmaður ók bifreið sinni ofan í Ölfusá á mánudagskvöld. Meira »

Vilja betri svör frá SA

20.2. Starfsgreinasambandið vill fá betri svör frá Samtökum atvinnulífsins á fundi sem verður haldinn síðar í dag heldur en á síðasta fundi þeirra. Þetta sagði Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, að loknum fundi viðræðunefndar í morgun. Meira »