Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Fæðingadeildinni lokað í sumar

20.4. Til stendur að loka fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ í sumar. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaramálaráðs Ljósmæðrafélags Íslands, og bætir við að þar hafi verið auglýst mikið eftir starfsfólki, án árangurs. Meira »

„Lítil persóna í stórri stöðu“

12.4. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að óska eftir því að skipa fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í bænum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann segir að skiptar skoðanir séu um allt í Eyjum og vonar að þung undiralda verði þar áfram. Meira »

Alzheimersamtökin vilja fleiri pláss

10.4. Alzheimersamtökin hafa óskað eftir því við heilbrigðisráðherra að þau fái heimild fyrir tuttugu plássum í viðbót í dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að biðlistinn í þeirra húsum sé 8 til 12 mánuðir að jafnaði og hann fari stækkandi. Meira »

Draga lærdóm af stórbrunanum

6.4. Mannvirkjastofnun mun fara yfir hvernig slökkvistarfið gekk í Miðhrauni í gær og hvernig brunavarnirnar voru í húsinu sem brann. Að sögn Björns Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, er það skylda hennar að rannsaka stórbruna eins og varð í gær. Meira »

Starfsmenn fengið áfallahjálp

6.4. Starfsmenn fyrirtækjanna Marels og Icewear hafa fengið áfallahjálp hjá sálfræðingi Rauða krossins eftir eldsvoðann sem varð í Miðhrauni í gær. Meira »

Fór inn í húsið fyrir eldsvoðann

6.4. Maðurinn sem var handtekinn í gær grunaður um að tengjast upptökum eldsins í Miðhrauni í Garðabæ hafði komið inn í húsið skömmu áður en eldurinn kom upp. Meira »

Ljósmyndirnar af dætrunum farnar

5.4. „Þetta er ömurlegt. Maður finnur bara til í hjartanu að hugsa til þess að þetta sé farið,“ segir Elfa Hannesdóttir.   Meira »

Nota krabbakló til að rífa þakið

5.4. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur leigt vörubíl með svokallaðri krabbakló af málmendurvinnslunni Furu vegna eldsvoðans í Miðhrauni. Bíllinn er nýkominn á vettvang og ætlar slökkviliðið að nota tækið til að rífa þá hluta af þakinu sem eru við það að hrynja niður til að auðvelda slökkvistarf. Meira »

Hætt með hundarækt í Dalsmynni

17.4. Ásta Sigurðardóttir, eigandi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, er búin að leggja fyrirtækið niður eftir 26 ára starf og ætlar framvegis að vera með hunda hjá sér sem gæludýr. Meira »

Geti svarað nafnlausum símtölum barna

11.4. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að sú aukning sem varð á fjölda þeirra sem leituðu til samtakanna á síðasta ári hafi verið miklu meiri en þau bjuggust við. Hún vonast til að börn geti í framtíðinni leitað sér hjálpar án þess að þurfa að gefa upp nafn og kæra. Meira »

Skagamenn spurðir um strompinn

10.4. Bæjaryfirvöld á Akranesi ætla að efna til skoðanakönnunar á meðal íbúa á næstunni þar sem þeir verða spurðir hvort þeir vilji leyfa strompi Sementsverksmiðju ríkisins að standa eða ekki. Ef ákveðið verður að leyfa honum að standa er gróflega áætlað að upphafsviðhald á honum nemi 28 milljónum króna. Meira »

Lögreglan rannsakar í fylgd slökkviliðs

6.4. Lögreglan er byrjuð að rannsaka húsnæðið í Miðhrauni í Garðabæ sem brann í gær. Slökkviliðsmenn hafa fylgt lögreglumönnum inn í húsið vegna þess að enn er glóð á einstaka stöðum í miðhluta hússins og því ekki óhætt að vera þar inni. Meira »

Afla gagna úr eftirlitsmyndavélum

6.4. Hluti af rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsvoðanum í Miðhrauni í Garðabæ verður að skoða hvort eftirlitsmyndavélar hafi náð einhverju sem getur varpað ljósi á rannsóknina. Meira »

Búið að slökkva í glæðum

6.4. Búið er að slökkva í glæðum í húsinu sem brann í Miðhrauni í Garðabæ og verður vettvangurinn afhentur lögreglu á næstunni.  Meira »

„Ofboðslega leiðinlegt og sorglegt“

5.4. „Þetta er ofboðslega leiðinlegt og sorglegt. Þetta bætir vinnu ofan á það starf sem við erum að vinna,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Félagið leigir þrjú pláss í Geymslum.is fyrir nær allar eigur sínar og líklegt er að þær séu allar ónýtar. Meira »

Skólabörn inni vegna eldsvoða

5.4. Ákveðið hefur verið að börn í Álftanesskóla og Flataskóla í Garðabæ verði inni í dag vegna eldsvoðans í Miðhrauni.  Meira »