Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Tók ekki öskrandi á móti fólki

í gær Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

„Allir jafnstressaðir yfir þessu“

15.8. „Maður hefur lent í slæmum sumrum en engu eins og þessu,“ segir Ívar Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri Stjörnumálunar, sem hefur starfað í málningarbransanum í nítján ár. Allt sem tengist útivinnu er á eftir áætlun, að sögn Ívars Þórs, og óvíst er hvort það náist að klára allt á þessu ári. Meira »

Þurfa að vita hvar fólk er niðurkomið

3.8. „Við höfum verið að setja okkur í samband við þessa aðila sem eru á svæðinu, bæði í Vatnajökulsþjóðgarði og Skaftafelli og fólkið sem er þarna á svæðinu,“ segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, spurður út í verkefni lögreglunnar það sem af er degi vegna Skaftárhlaups. Meira »

„Held að allir þurfi að bæta sig“

2.8. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir að tilkynning lögreglunnar, þar sem komið er á framfæri kvörtunum almennings yfir meintu tillitsleysi hjólreiðamanna í umferðinni, hafi ekki komið sér á óvart. Meira »

Fjögur herbergi ónothæf vegna eldsvoða

31.7. Hótelstjóri Hótels Hellu slökkti eldinn sem kom upp á salerni í einu hótelherbergjanna þar í gærkvöldi með slökkvitæki eftir að brunaviðvörunarkerfi hótelsins hafði farið í gang. Fjögur herbergi hótelsins eru ónothæf eftir eldsvoðann. Meira »

„Veldur stórkostlegri hættu“

13.6. Maðurinn sem ók á ofsahraða um Reykjanesbraut í gærmorgun og olli tjóni á fjölda bíla hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þarna ekur maður á miðri Reykjanesbrautinni og veldur stórkostlegri hættu,“ segir aðalvarðstjóri. Bílar sem komu á móti áttu fullt í fangi með að sveigja frá. Meira »

Nemar lítið sóst eftir framleigu

6.6. Hingað til hefur nemendum við Háskóla Íslands verið óheimilt að framleigja húsnæði sitt á stúdentagörðum nema þegar þeir hafa farið í skiptinám erlendis. Því hefur nú verið breytt með ákvörðun Félagsstofnunar stúdenta, að frumkvæði Stúdentaráðs. Í haust verður svo metið hvernig til tókst. Meira »

Undrast að Kanada hafi ekki látið vita

6.6. Sóttvarnarlæknir undrast að kanadísk yfirvöld hafi ekki látið vita af farþega, sem flaug frá Kænugarði til Toronto með viðkomu á Íslandi, sem greindist með mislinga. „Þetta á eftir að kanna betur. Það sem þeir eiga að gera í Kanada er að hafa samband og láta vita. Þeir hafa ekki gert það,“ segir hann Meira »

Ræddu málið í morgunmatnum

í gær „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Les íslenskar hljóðbækur um Potter

9.8. „Þetta er risastórt verkefni og krefst mikils af manni,“ segir Jóhann Sigurðarson leikari sem les inn á sjö hljóðbækur um galdrastrákinn Harry Potter sem eru væntanlegar í fyrsta sinn á íslensku. Meira »

Íshellan fallið um átta metra

3.8. GPS-mælingar í Eystri-Skaftárkatli sýna að íshellan þar hefur fallið um átta metra, sem þýðir að lónið sem er undir ísnum er farið að renna undan katlinum. Meira »

Segir fullt tilefni til áfrýjunar

1.8. Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður tveggja þeirra sem kærðu mann fyrir gróf kynferðisbrot er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir fullt tilefni til að áfrýja málinu til Landsréttar. Hann telur að fjölskipaður dómur hefði átt að dæma í málinu vegna umfangs þess. Meira »

„Snúin“ framkvæmd á Þingvöllum

30.7. „Þetta eru framkvæmdir sem lengi hefur verið talað um að fara í, að lagfæra veginn frá þjónustumiðstöðinni yfir að Gjábakka,“ segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um vegaframkvæmdirnar sem eru að hefjast þar. Meira »

Verið „afskaplega sársaukafullt“

8.6. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist vera afskaplega ánægður með meginniðurstöður úttektar á málsmeðferð velferðarráðuneytisins á máli hans og Barnaverndarstofu. Ríkisstjórnin hefur staðfest að málið muni ekki hafa áhrif á framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Icelandair vissi ekki af mislingasmiti

6.6. „Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um málið,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.  Meira »

„Stórt og hápólitískt mál“

4.6. „Við vitum ekkert hvenær þessu þingi lýkur eða hvernig. Við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum til að ræða málin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um veiðigjaldamálið sem verður tekið til fyrstu umræðu af þremur á Alþingi á morgun. Meira »