Aþena í úrslit umspilsins

Sianni Martin og Brynjar Karl Sigurðsson eru komin með Aþenu …
Sianni Martin og Brynjar Karl Sigurðsson eru komin með Aþenu í úrslitin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aþena lagði KR að velli, 80:68, í oddaleik undanúrslita umspils um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Austurbergi í Breiðholti í kvöld.

Aþena mætir Tindastóli í úrslitum umspilsins. Sigurvegarinn í einvíginu tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

KR byrjaði betur og var fjórum stigum yfir, 16:20, að loknum fyrsta leikhluta. Aþena sneri hins vegar taflinu við og leiddi með fimm stigum, 42:37, í hálfleik.

Í síðari hálfleik herti Aþena tökin og vann að lokum þægilegan tólf stiga sigur.

Sianni Martin fór fyrir Aþenu er hún skoraði 24 stig og tók fjögur fráköst.

Rebekka Rut Steingrímsdóttir var stigahæst hjá KR með 16 stig og sex fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert