Halla Hrund og Jón Gnarr bæði á lánsbílum frá Brimborg

Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr eru bæði á láns-Volvoum …
Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr eru bæði á láns-Volvoum frá Brimborg. Samsett mynd

Forsetaframbjóðendurnir Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr eiga kannski ekki margt sameiginlegt annað en að vera bæði á lánsrafmagnsbílum frá Brimborg. Bæði keyra þau um á rafmagnsbílum frá sænska bílaframleiðandanum Volvo á meðan á kosningabaráttu þeirra stendur. 

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segir að það hafi verið neikvæð umræða um rafbíla upp á síðkastið og sala á þeim hafi hrunið vegna aðgerða stjórnvalda. Þegar forsetaframbjóðendurnir óskuðu eftir lánsbílum frá Brimborg fannst Agli góð hugmynd að lána þeim bíla. Ekki síst vegna þess að sú umræða er fyrirferðarmikil í samfélaginu að ekki sé hægt að ferðast um landið á rafmagnsbíl.  

„Við lánuðum bæði Höllu Hrund og Jóni Gnarr hreina rafbíla. Halla Hrund er á Volvo C40 sem er næstminnsti Volvoinn. Drægni hans er 500 kílómetrar en raundrægni er rúmlega 400 km. Jón Gnarr er á XC40. Í grunninn er þetta sami bíllinn þótt þeir líti ekki eins út,“ segir Egill. 

Halla Hrund Logadóttir keyrir um á Volvo c40 sem er …
Halla Hrund Logadóttir keyrir um á Volvo c40 sem er rafmagnsbíll.

Egill lánaði Jóni Gnarr bíl þegar hann bauð sig fram til borgarstjóra. 

„Ég þekki til í fjölskyldu Höllu Hrundar. Það hefur verið neikvæð umræða um rafbíla og ég veit að það er hægt að keyra um þá um landið. Ég sá ákveðið tækifæri í því að frambjóðendur gætu þeyst um landið á þeim. Þá væri hægt að sýna fram á að það væri ekkert mál,“ segir Egill.

Jón Gnarr og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar.
Jón Gnarr og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar.

Hann segist hafa lánað Höllu Hrund og Jóni bílana endurgjaldslaust. 

„Við keyptum mikið af rafbílum í fyrra fyrir bílaleiguna en svo breyttu stjórnvöld lögunum og þá hækkaði allt. Það voru slatti af leigutökum sem treystu sér ekki til þess að borga 24% meira. Við sáum því fyrir okkur að geta slegið tvær flugur í einu höggi,“ segir Egill. 

Er það þitt mat að salan á rafbílum hafi hrunið? 

„Það góða við bílabransann er að allir nýir bílar eru skráðir hjá Samgöngustofu og koma tölurnar vikulega. Það er staðreynd að nýskráning á rafbílum er að minnka mikið meira en nýskráningar á Díesel-bílum. Sem er skrýtið miðað við að Ísland er hið fullkomna land fyrir rafbíla. Það er klaufalegt hjá stjórnvöldum hvernig þau höguðu síðustu lagabreytingum,“ segir Egill og bætir því við að Ísland hafi verið framarlega í rafbílavæðingunni en nú séum við komin í fimmta sæti á listanum og verðum líklega komin í 10. sæti innan skamms.

Egill segir að það sé 76% hagkvæmara að keyra um á rafmagnsbíl en Diesel eða Bensínbíl þrátt fyrir kílómetragjaldið. 

„Það er bara beisikk stærðfræði,“ segir Egill og bætir því við að honum hafi fundist tilvalið að forsetaframbjóðendur myndu keyra um á íslenskri orku og án loftmengunar. 

Brimborg rekur bílaleiguna Dollar Thrifty. 

„Við erum að leigja bíla til túrista og Íslendinga. Eins og allar aðrar bílaleigur. Við erum með 1000 bíla í leigunni okkar og hátt í 300 rafbíla. Erum með hlutfallslega flesta rafbíla í leiguflotanum eða um 30%,“ segir Egill. 

Jón Gnarr er með Volxo XC40.
Jón Gnarr er með Volxo XC40.
Halla Hrund Logadóttir og Egill Jóhannsson.
Halla Hrund Logadóttir og Egill Jóhannsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál