Sagði upp rándýrri leigu og flutti í hjólhýsi

Sveinn Snorri Sighvatsson leiðsögumaður og fyrrverandi útvarpsstjarna var orðinn mjög leiður á því að borga 300 þúsund krónur á mánuði í leigu. Sveinn heldur úti hlaðvarpsþættinum 180 með Lindu og Svenna þar sem þau tala um tilfinningar. Hann er líka maðurinn sem fór úr öllum fötunum fyrir fram eldgosið fyrr á þessu ári. 

Hann leigði íbúð í Bryggjuhverfinu sem var mjög fín en þar sem hann vinnur mikið á fjöllum fannst honum hann vera að henda peningum. Hann sagði því upp leigunni, festi kaup á lúxus-hjólhýsi og flutti í það. Hann hefur nú búið í hjólhýsinu í 18 mánuði ásamt kærustu sinni sem er líka leiðsögumaður. 

Hann fann fyrir miklum létti þegar hann flutti í hjólhýsið. Áður en hann flutti þangað fór hann í gegnum allar eigur sínar og sorteraði það sem hann vildi eiga og hvað mætti fara. 

„Ég var bara að henda peningum,“ segir Sveinn Snorri en hjólhýsið keypti hann fyrir fimm milljónir.

Sveinn heldur úti hlaðvarpsþættinum 180 með Lindu og Svenna. Landsmenn þekkja hann 

mbl.is
Loka