Pretty­boitjok­ko heimsóttur í höllina

Patrik Snær Atlason, tónlistarmaðurinn Pretty­boitjok­ko, er gestur Heimilislífs í þessum fyrsta þætti í nýrri seríu. Hann býr í Hafnarfirði og þorir ekki öðru en að læsa alltaf útihurðinni því hann veit aldrei hver bankar upp á næst.

Patrik er alinn upp í Hafnarfirði og segist hvergi annarsstaðar vilja búa. Hann festi kaup á íbúðinni 2018 og gerði hana upp. Svartar innréttingar prýða eldhúsið og stór tangi aðskilur stofu og eldhús. Hann býr með kærustu sinni, Friðþóru Sigurjónsdóttur, en parið byrjaði að hittast síðasta haust. 

„Við erum mjög náin öll fjölskyldan,“ segir Patrik og segist vilja búa sem næst mömmu sinni og pabba og frænkum sínum og frændum. Þegar íbúðin kom á sölu kom ekkert annað til greina en að kaupa hana. Það þurfti þó að taka til hendinni og Patrik var ákveðinn í því að vilja hafa allt svart í íbúðinni og vísar þá í innréttingar og innihurðir. Til að byrja með voru allir veggir málaðir gráir en Patrik segir að það hafi verið aðeins of dökkt. 

„Þetta var eins og myrkvahöll,“ segir hann og valdi þennan ljósbrúna lit sem prýðir veggina í dag.

Patrik fékk góða hjálp frá móður sinni, Ingunni Helgadóttur, þegar kom að því að velja húsgögn inn í íbúðina. 

„Mamma mín er mjög stjórnsöm. Ég fékk að stjórna mjög litlu,“ segir hann og hlær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál