Tengdasonurinn hvatti hana til að flytja

Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands var ekki á leiðinni að fara að flytja þegar hún sá draumahúsið í sjónvarpsþætti þar sem verið var að flytja húsið. Um er að ræða gamalt hús sem byggt var 1895 en það var flutt úr miðbænum yfir í vesturbæinn og sett á nýjan grunn.

Árelía Eydís býr ein ásamt börnunum sínum tveimur í húsinu og segir að það haldi vel utan um þau. Það sem er sérstakt við staðsetninguna á húsinu er að það er við hliðina á dóttur hennar og tengdasyni en þar við hliðina á býr fyrrverandi eiginmaður Árelíu Eydísar með eiginmanni sínum. Sem sagt eins nútímalegt fyrirkomulag og hugsast getur. 

Það var ekki búið að velja innréttingar í húsið þegar hún keypti það. Hún valdi sveppalitaða eldhúsinnréttingu með fulningum sem passar vel  við viðargólfin og alla litríku munina sem hún hefur safnað í kringum sig um dagana. 

Þótt Árelía Eydís sé bæði háskólakennari og rithöfundur þá klæjaði hana í finkurnar að gera meira og eitthvað öðruvísi og skipar nú 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál