Þú verður að mála til að fá inn nýja orku

Spákonan Sigga Kling hefur búið á Álftanesi í 30 ár. Hún féll fyrir bæjarfélaginu því hún segir að það sé svo góð orka á þessu svæði. Íbúðin hennar Siggu er ekki alveg eins og hjá flestum og gerir hún mikið að því að færa til hluti til þess að fá inn nýja orku. Íbúðin er vel skipulögð en hún er byggð upp í hring þannig að hægt er að fara í eltingarleik á heimilinu ef það er stemning fyrir því.  

Fyrir rúmlega ári síðan var Sigga heimsótt en þá var planið að mála loftin dökk og búa til öðruvísi stemningu. Hún fékk nágranna sinn til að koma yfir til sín og mála loftin eftir að hafa keypt málningu í Slippfélaginu. Þegar búið var að mála helminginn af loftunum guggnaði Sigga hinsvegar og fannst þetta allt of yfirþyrmandi. Loftin urðu aftur hvít en í staðinn lét hún mála gluggapóstana turkíslitaða. 

„Ef þú færir til hlutina þá myndast betri orka. Ef fólk hefur ekki breytt neinu í 20 eða 30 ár þá er orkan alveg kjurr. Hlutir hafa sína orku og sína tíðni,“ segir Sigga. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda