„Ég vil ekki að heimilið vaxi mér yfir höfuð“

Þórunn Rakel Gylfadóttir, eða Rakel eins og hún er oftast kölluð, býr í dásamlegri útsýnisíbúð í vesturbænum. Rakel er kona sem lætur drauma sína rætast og það er kannski þess vegna sem hún gaf út sína fyrstu skáldsögu á dögunum, Akam, ég og Annika.

Bókin fjallar um Hrafnhildi sem neyðist til að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Þegar hún kynnist hinum krökkunum í skólanum renna hins vegar á hana tvær grímur. Vissulega er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hrafnhildur þarf á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún tekst á við áskoranir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?

Aftur að heimilinu. 

Rakel féll fyrir íbúðinni í vesturbænum vegna þess að hún sá svo mikla möguleika á að breyta henni og gera hana að sinni. Hún festi kaup á íbúðinni með fyrrverandi eiginmanni sínum en eftir að leiðir þeirra skildi gat hún ekki hugsað sér að búa annarsstaðar. 

„Ég er alin upp á fjórðu hæði í Hafnarfirði. Mig hefur aldrei langað til að búa í einbýlishúsi eða raðhúsi. Ég vil ekki að heimilið vaxi mér yfir höfuð,“ segir Rakel í þættinum Heimilislífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál