Enginn trúði að hún hefði gert þetta lasagna

Lasagnað þótti með afbrigðum gott.
Lasagnað þótti með afbrigðum gott. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Samband fólks við hina ýmsu rétti getur verið ansi einkennilegt. Matarbloggarinn og meistarakokkurinn Berglind Guðmundsdóttir hjá Gulur, rauður, grænn og salt segist eiga í ansi skrautlegu sambandi við lasagna sem hingað til hefur litast að fremur neikvæðum tilfinningum.

Það kom því heimilisfólkinu í opna skjöldu þegar hún eldaði þessa uppskrift á dögunum sem þótti hreinasta afbragð.

Ó svo gott lasagna

 • 8 stk lasagnaplötur
 • 500 g nautahakk
 • 3-4 hvítlauksrif, pressuð
 • 1/2 laukur, saxaður
 • 1 dós tómatar, saxaðir
 • 1 stór dós kotasæla
 • 2 msk tómatpúrra
 • rifinn ostur

Sósa

 • 1 dós sýrður rjómi.
 • 1 grænmetisteningur
 • 1 msk tómatpúrra
 • 2 msk Philadelphia rjómaostur
 • smá mjólk
 • sítrónupipar

Aðferð:

 1. Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er farinn að mýkjast.
 2. Bætið nautahakki og hvítlauk saman við. Þegar kjötið hefur brúnast setjið tómatana saman við ásamt kotasælu og tómatpúrru. Látið malla í dágóða stund. Saltið og piprið.
 3. Setjið hráefnin fyrir sósuna saman í pott og hitið varlega og blandið vel saman. Látið ekki sjóða. Þynnið með mjólk.
 4. Setjið til skiptis lasagnaplötur, kjötsósu og sósu endurtakið þar til hráefnin hafa klárast. Setjið rífleg magn af osti yfir og látið inn i 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.
mbl.is