Ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi

mbl.is/Linda Ben

Þar sem það er hálf þunglamalegt yfir landinu er ekki úr vegi að fá sér eitthvað ómótstæðilegt í kvöldmat og hvað hljómar betur en ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi.

Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að þessari dásemdar uppskrift.

Ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi

  • 4 kjúklingabringur

  • 1 kryddostur með pipar frá Örnu Mjólkurvörum

  • Rósmarín og timjan krydd

  • 8 sneiðar Serrano skinka

  • 2-3 dl rjómi

  • 1 tsk. kjúklingakraftur

  • Ferskt rósmarín

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.

  2. Þar sem þykkasti hluti bringanna er, stingið hníf inn í endann og myndið vasa fyrir ostsneiðar, eins djúpar og hægt er án þess að gera gat.

  3. Skerið ostinn í u.þ.b. 0,5 cm þykkar sneiðar og setjið inn í “vasann” á kjúklingabringunum. Kryddið með rósmarín og timjan og vefjið svo 2 stk serrano skinku utan um hverja bringu. Raðið í eldfast mót og bakið inn í ofni í 20 mín.

  4. Þegar 20 mín eru liðnar, hellið rjómanum út á mótið og blandið saman kjúklingakrafti saman við. Bakið áfram í 20 mín.

  5. Takið út úr ofninum og kryddið (og skreytið) með fersku rósmarín.

Kartöflu smælki

  • 400 g litlar kartöflur með hýði

  • 2-3 msk. ólífu olía

  • Salt og pipar

  • Rósmarín krydd

  • Timjan krydd

Aðferð:

  1. Hreinsið kartöflurnar vel undir köldu vatni og nuddið öll óhreinindi sem gætu leynst af. Skerið þær niður í 4 hluta hvor. Raðið í eldfast mót.

  2. Hellið olíu yfir og kryddið eftir smekk, blandið öllu vel saman.

  3. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30-40 mín.

mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert