Kvöldverður

Skuggalega góður ofnbakaður plokkfiskur

10:37 Hér gefur að líta skothelda uppskrift að plokkfiski sem er að margra mati besti fiskur í alheiminum. Plokkfiskur er bæði góður og svo er það nú þannig að börnin elska hann meira en allt. Og með nýbökuðu rúgbrauði... Meira »

Hið fullkomna sætkartöflu-nachos

í gær Hér bjóðum við upp á hollu útgáfuna af nachos-rétti. Þennan mætti kannski reyna að plata ofan í krakkana eða bjóða upp á í næsta saumaklúbbi. Meira »

Taco sem tryllir bragðlaukana

í gær Þessi mexíkóska dásemd er fyrir löngu búin að smeygja sér inn í íslenska matarmenningu og er reglulegur gestur á borðum landsmanna. Ég hef enn ekki hitt manneskju sem ekki kann að meta taco enda er endalaust hægt að leika sér með samsetningar og sósur. Meira »

Mexíkósúpa sem er gerð í blandara

16.11. Sumt kemur rækilega á óvart í lífinu og þetta er klárlega í þeim flokki því hér sýnum við hvernig hægt er að galdra fram geggjaða súpu á nokkrum mínútum - í blandara. Meira »

Fáránlega góð föstudagssteik

16.11. Það kannast eflaust margir við það að finnast þeir alltaf vera með það sama í matinn. Hver vikan á eftir annari er eins og sífelld endurtekning. Hér er stórgóður réttur sem verður að prófast með brokkolí og ljúffengri flankasteik. Meira »

Heil­steikt­ur kjúk­ling­ur með feta­ostasósu

15.11. Þessi réttur er eins „rustik“ og hugsast getur - og bragðgóður eftir því. Að auki er hann auðveldur í framkvæmd, húsið fyllist af girnilegri matarlykt og lífið verður bara nokkuð frábært í leiðinni. Meira »

Fljótlegt cannelloni með rjómaosti, kjúklingi og basil

13.11. Cannelloni er dásamlega gott en það er ansi seinlegt að fylla cannelloni (ítölsk pastarör) með fyllingunni. Því má vel bregða á það ráð að nota heilar ferskar lasagna-plötur og fylla nokkur stór pastarör í stað margra lítilla. Meira »

Ljúffengt kjúklingasalat með beikoni

11.11. Ekta heimatilbúið kjúklingasalat, eins og þú þekkir það erlendis frá. Sést ekki oft á borðum hér heima en er alveg glettilega gott. Hér má leika sér með hráefnin eftir árstíðum. Meira »

Pítsa sem mun breyta lífi þínu

9.11. Ég smakkaði þessa pítsu fyrst á veitingastað í Milanó á Ítalíu þar sem ég dvaldi fyrir mörgum árum síðan. Skammt frá heimili mínu var lítill veitingastaður sem bauð upp á bestu pítsur í heimi. Meira »

„Pulled pork“-borgari með chili-hamborgarasósu

8.11. ... eða sumarbústaðarsukkmáltíð par excellence! Pulled pork svínvirkar sem hamborgari og hér erum við með útgáfu sem er fáránlega auðveld og allir á heimilinu ættu að elska. Meira »

Kjúklingalæri í guðdómlegri sósu

6.11. Kjúklingur og kósíheit gæti þessi uppskrift heitið því hér erum við að tala um gómsæta kjúklingaleggi í rjómalegi með alls kyns gúmmelaði. Meira »

Ómótstæðilegt grænmetis lasagna

5.11. Ef einhver getur staðist þessa freistingu þá fær hinn sami vegleg verðlaun enda er þetta svo girnilegur réttur að ekki er annað hægt en að fá vatn í munninn. Meira »

Blómkálspítsubotn Arnars Grant

2.11. Þegar einkaþjálfarinn þinn segir þér að skipta yfri í blómkálspítsubotn er eins gott að hlýða - sem er einmitt það sem Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson gerðu. Meira »

Uppáhaldskjúklingur Berglindar

1.11. Þessi kjúklingaréttur er fremur einfaldur en er svo bragðgóður að sjálf Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt hikar ekki við að kalla hann sitt uppáhald. Meira »

Mexíkóborgari með avocado og chilimæjó

31.10. Við erum ekkert hætt að grilla þó að hitatölurnar hafi lækkað. Hamborgarar eru vinsælir á hverju heimili og falla seint úr gildi. Meira »

Einföld og góð brokkolísúpa með kókosmulningi

30.10. Þessi dásamlega súpa er í senn afskaplega bragðgóð og holl. Ekki spillir fyrir að búið er að þróa hana áfram í nokkurn tíma til að gera hana enn betri. Meira »

Alvörukjötsúpa sem allir ráða við

30.10. Hér er á ferðinni uppskrift að kjötsúpu sem er það sem við köllum á fagmáli algjörlega „skotheld“. Það þýðir að það eru hverfandi líkur á að þú klúðrir uppskriftinni en þessi uppskrift kemur frá Sirrý í Salti – eldhúsi og ef einhver ætti að kunna að galdra fram góða kjötsúpu þá er það hún. Meira »

Lasagna sem kemur algjörlega á óvart

14.11. Lasagna er einn af þeim réttum sem flestallir elska. Hér er frábær uppskrift að slíkum rétti með hráefnum sem þú hefur eflaust aldrei notað áður í lasagna. Meira »

Fljótlegur fiskréttur sem fellur í kramið

12.11. Það er fátt meira viðeigandi í dag en góður fiskur og hér gefur að líta uppskrift sem er alveg hreint dásamlega einföld og ljúffeng. Meira »

Svínalund í sósubaði með beikoni og eplum

10.11. Þetta er kannski ekki klassíska uppskriftin að svínalund í rjómasósu því hér er eplum bætt út í og gefa alveg nýjan keim í réttinn sem þó inniheldur enn þá beikon og sveppi. Meira »

Kjúklingabringur teknar upp á næsta stig

8.11. Það er fátt betra en góður kjúklingur sem búið er að matreiða á þann hátt að bragðlaukarnir enda í allsherjar sæluvímu.   Meira »

Kjúklingur í villisveppasósu frá Tinnu Alavis

7.11. Villisveppasósa er algjört sælgæti og sé hún borin fram með kjúkling og beikoni erum við að tala um það sem skilgreinist sem einstaklega vel heppnuð máltíð. Meira »

Mexíkó fiskréttur Evu Laufeyjar

5.11. Nú dregur til tíðinda því konan sem átti vinsælustu uppskrift Matarvefsins í fyrra er hér komin með nýja Mexíkó uppskrift. Það má því fastlega búast við að allt verði vitlaust og þjóðin muni hreinlega fara á hliðina af spenningi. Meira »

Ómótstæðileg haustsúpa sem nærir sálina

4.11. Góð súpa er gulli betri og þessi hér er í senn ákaflega bragðgóð og nærandi. Að auki þarf hún smá tíma til að malla þannig að ilminn leggur yfir heimilið og kemur öllum í gott skap. Meira »

Lambaskankar á Le Bistro

1.11. Meistarakokkarnir á Le Bistro á Laugaveginum kunna að reiða fram kræsingar eftir kúnstarinnar reglum. Við fengum þá til að deila með okkur einni af sínum vinsælustustu uppskriftum, sem ætti eflaust að gleðja marga. Hin fullkomna haustmáltíð myndu margir segja og það má taka heilshugar undir það. Meira »

Sætkartöflusúpa með beikoni og fetaosti

31.10. Þessi súpa er alveg tilvalin á köldum dögum þegar mann vantar eitthvað gott til að hlýja kroppnum. Hún er ofboðslega bragðgóð og ekki skemmir fyrir að það er ofurauðvelt að gera hana. Meira »

Klassíski pastarétturinn með haugi af osti

31.10. Þegar fólk talar um „comfort food“ er alla jafna vísað í hina einu sönnu útgáfu af þessum heimsfræga pastarétt sem almennt er talinn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Meira »

Kjúklingasalat með furuhnetum og fetaosti

30.10. Þetta kjúklingasalat er með því einfaldara og hollara sem hægt er að setja saman í eldhúsinu enda er höfundur þess, Linda Ben, ákaflega hrifin af því – sem og kjúklingasalötum almennt þar sem þau séu bæði falleg (séu þau sæmilega gerð) og skemmtilegt sé að bera þau fram í matarboðum og saumaklúbbum. Meira »

Ofnbakaður grjónagrautur sem klikkar aldrei

29.10. Flestir þekkja þá kvöl og pínu sem fylgir því að sjóða grjónagraut. Hér gefur hins vegar að líta uppskrift frá Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum sem á ekki að geta klikkað. Þessi uppskrift er í uppáhaldi hjá mörgum og því var ekki annað hægt en að deila. Meira »