Brakandi fersk og gómsæt bleikja

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi uppskrift er sérlega fersk og góð enda ættuð úr Hafnarfirðinum - nánar tiltekið á veitingastaðnum Krydd í Hafnarhúsinu. Það er fátt sem toppar jarðskokkamauk með bleikju og heilt yfir er þetta fyrirtaksréttur sem hægt er að stekja bæði á pönnu eða grilla á grilli. 

Brakandi fersk og gómsæt bleikja

Fyrir 4

 • 1 kg bleikjuflök
 • smá salt og pipar

Kryddið með salti og pipar og steikið flökin á pönnu úr olífuolíu og setjið svo smjörklípu á pönnuna í restina.

Jarðskokkamauk

 • 200 g jarðskokkar
 • 50 g græn epli
 • 50 ml rjómi
 • safi af sítrónu
 • salt

AÐFERÐ:

Skrælið jarðskokkana og eplin og skerið í kubba. Setjið þau í pott og sjóðið rólega með rjómanum þar til jarðskokkarnir eru eldaðir í gegn. Setjið allt í blandara og smakkað til með sítrónusafa og salti.

Annað meðlæti

 • 600 g smælki
 • 300 g gulrætur
 • 300 g sellerírót

AÐFERÐ:

Allt soðið eða bakað í ofni þar til grænmetið er orðið mjúkt.

Sósa fyrir bleikju

 • 2 saxaðir skallottlaukar
 • 1 hvítlauksrif, rifið
 • 1 dl hvítvín
 • 400 ml rjómi
 • 50 g smjör
 • ferskt dill

AÐFERÐ:

Steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Hellið þá hvítvíni út í og sjóðið niður um helming. Að því loknu er rjómanum bætt við. Sósan er þá soðin við vægan hita og að lokum er smjöri og dilli bætt við.

Þegar rétturinn er borinn fram er sósan hituð og grænmetið sett út í sósuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »