Fiskur

Fiskisúpan sem engan svíkur

18.2. Fátt er betra en góð fiskisúpa og þessi hér er það góð að fullorðnir menn hafa grátið af gleði yfir bragðgæðum hennar. Hér hrúgast hráefnin inn sem æra bragðlaukana og útkoman er ein allsherjar gleðisymfónía sem á fáa sína líka. Meira »

Lágkolvetna gratíneruð nætursöltuð ýsa

18.2. Nætursaltaður fiskur á alltaf vel við enda algjört sælgæti. Þessi uppskrift er algjört æði því hún er líka lágkolvetna sem klikkar aldrei. Þetta er því hinn fullkomni fjölskylduréttur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Meira »

Pönnusteiktur silungur í hnetuhjúp með smælkikartöflum

12.2. Þessi uppskrift er í senn afskapleg holl og svo einstaklega bragðgóð. Silungur stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en kominn í þennan hnetuhjúp verður hann eitthvað allt annað og enn þá betra. Eiginlega bara hreinræktaður sparimatur ef út í það er farið. Meira »

Fiskrétturinn frá Kvenfélagi Reyðarfjarðar

11.2. Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eru með skemmtilegri veislustjórum sem hægt er að ráða til sín, þá ekki síst á kvenfélagsfundi þar sem þeir bókstaflega fara á kostum. Meira »

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

4.2. Ef þetta er ekki hin fullkomna fiskiuppskrift veit ég ekki hvað. Ótrúlega snjöll og skemmtileg útfærsla sem allir ættu að elska. Það er meistari Eva Laufey sem á þessa uppskrift og þá vitum við að hún er æði! Matarbloggið hennar Evu er hægt að nálgast HÉR. Meira »

Fiskrétturinn sem þykir sá allra besti

28.1. Fiskréttir eru oft nokkuð kúnstugir og oftar en ekki skortir okkur hugmyndaflugið til að detta eitthvað snjallt í hug. Þessi réttur kemur því eins og kallaður því hann er bæði auðveldur og svo fáránlega bragðgóður. Meira »

Ketó-plokkfiskpanna með smjörsteiktu grænmeti

14.1. Ótrúlega einfaldur en syndsamlega góður ketó-plokkfiskur sem allir í fjölskyldunni geta gætt sér á og elskað! Í þessari uppskrift er notað blómkál og brokkólí en það er líka mjög gott að nota hvítkál í staðinn. Meira »

Lágkolvetna lúxus lax með spicy rauðkáls hrásalati

7.1. Það er ekki úr vegi að byrja vikuna á þessum líka dásemdarrétti sem er jafnframt svo einfaldur að leikskólabarn gæti gert hann með bundið fyrir augun. Eða því sem næst. Meira »

Disney plokkfiskur sem krakkarnir elska

17.12. Plokkfiskur klikkar aldrei og hér erum við með uppskrift úr Stóru Disney uppskriftabókinni sem kom út á dögunum og er algjörlega að slá í gegn. Uppskriftin er einföld og hugsunin er að krakkarnir geti því sem næst eldað þetta sjálf - ef þau fá smá aðstoð með það erfiðasta. Meira »

Smjörsteiktur þorskur sem slær í gegn

10.12. „Mánudagar eru fiskidagar, það er eldgömul saga,“ segir Svava Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum en hér erum við með fiskuppskrift sem hún segir að hafi vakið óvenjumikla lukku á sínu heimili þrátt fyrir að vera eins einföld og mögulegt er. Meira »

Fjölskylduvænn fiskur að hætti Gordon Ramsay

26.11. Hér gefur að líta uppskrift sem á rætur sínar að rekja til meistara Gordon Ramsay. Í þessari fjölskylduvænu útgáfu er þetta í grunninn bara góður plokkari sem gerður er aðeins öðruvísi en eins og við ævintýrafólkið vitum þá er nauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt endrum og eins. Meira »

Fljótlegur fiskréttur sem fellur í kramið

12.11. Það er fátt meira viðeigandi í dag en góður fiskur og hér gefur að líta uppskrift sem er alveg hreint dásamlega einföld og ljúffeng. Meira »

Lífsbætandi lax á 30 mínútum

29.10. Þessi uppskrit er með þeim einfaldari sem þið rekist á. Parmesan-hjúpurinn er svo eitthvað sem slær alls staðar í gegn og gefur réttinum þetta extra vá! Meira »

Mánudagsfiskur í sparibúningi

15.10. Þessi uppskrift er hreinasta sælgæti en þó svo einföld og frábær. Það sem er þó mögulega best við þennan rétt er að hann er svo heiðarlegur eins og útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson mynd segja. Meira »

Lax sem er snar-bannaður börnum

25.9. Uppskriftir sem sagðar eru trylla eru yfirleitt eitthvað sem vert er að skoða nánar og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Hér er marineringin tekin á næsta stig og alls ekki við hæfi barna. Meira »

Svaðalegur Tex-Mex-fiskréttur sem krakkarnir elska

17.9. Þessi uppskrift ætti engan að svíkja en hér blandast saman hágæðafiskur og mexíkósk matargerð. Útkoman er alveg hreint upp á 10 enda réttur sem allir í fjölskyldunni elska. Meira »

Fiskréttur sem allir í fjölskyldunni elska

3.9. Hér gefur að líta uppskrift sem er þeim óvanalega kosti gædd að tikka í öll box. Hún er bragðgóð og einföld, elskuð af börnum og það sem meira er ... skilgreinist sem ketó þannig að foreldrar í heilsufíling geta áhyggjulausir gúffað hann í sig. Meira »

Bleikjusalatið sem kemur þér í gegnum vikuna

21.1. Þetta salat er það sem við myndum skilgreina sem fullkomna byrjun á viku sem er mörgum erfið. Ekki örvænta því salatið er bæði snargrennandi og ótrúlega bragðgott. Svo gott reyndar að þið fáið þá auka orku sem þið þurfið til að komast í gegnum þessa síðustu daga janúar. Meira »

Þorskhnakkar í pestósósu með ólífum

14.1. Eva Laufey á heiðurinn af þessari uppskrift sem hún segir að sé sérlega einföld og fljótleg. Að auki er hún afar bragðmikil og góð þannig að hér er um að ræða algjörlega frábæran fiskrétt sem ætti að vekja lukku alls staðar. Meira »

Saltfiskur sem slær alltaf í gegn

17.12. Hér gefur að líta saltfiskuppskrift úr smiðju Ragnars Freys Ingvarssonar - sem er landsmönnum betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hér fáum við dýrari týpuna af uppskrift þar sem myndband fylgir með. Meira »

Ómótstæðilega einfaldur og bragðgóður fiskréttur að hætti Evu Laufeyjar

17.12. Það er fátt einfaldara en einmitt þessi fiskréttur sem alveg merkilega góður á bragðið - eiginlega bara hreinasta sælgæti. Að auki tekur ekki langan tíma að búa hann til og má því með sanni segja að hann sé akkúrat fullkominn á degi sem þessum. Meira »

Besti steikti fiskur í heimi

3.12. Til er það hráefni sem ekki margir þekkja en er þeim eiginleikum bundið að allt sem það kemur nálægt verður umtalsvert betra. Þá ekki síst steiktur matur eins og í þessu tilfelli þar sem steiktur fiskur er tekinn upp á næsta stig og gott betur. Meira »

Skuggalega góður ofnbakaður plokkfiskur

19.11. Hér gefur að líta skothelda uppskrift að plokkfiski sem er að margra mati besti fiskur í alheiminum. Plokkfiskur er bæði góður og svo er það nú þannig að börnin elska hann meira en allt. Og með nýbökuðu rúgbrauði... Meira »

Mexíkó fiskréttur Evu Laufeyjar

5.11. Nú dregur til tíðinda því konan sem átti vinsælustu uppskrift Matarvefsins í fyrra er hér komin með nýja Mexíkó uppskrift. Það má því fastlega búast við að allt verði vitlaust og þjóðin muni hreinlega fara á hliðina af spenningi. Meira »

Ofnbakaður lax með mögnuðu meðlæti

22.10. Það er við hæfi að hefja vikuna með þessum dásamlega rétti sem tikkar í öll box hvað varðar bragð og almenn skemmtilegheit. Hér erum við ekki bara með lax - þó einn og sér væri hann mikið meira en nóg. Meira »

„Krispí“ fiskur sem kemur öllum í gott skap

8.10. Við elskum góða fiskuppskrift á mánudegi og þessi ætti engan að svíkja. Reyndar er hún þess eðlis að börn jafnt sem fullorðnir ættu að elska hana og fyrir þá sem vilja ekki hvítlauksmajó er gamla góða kokteilsósan alltaf vinsæl. Meira »

Lax sem reddar hjónabandinu

24.9. Heyrst hefur að hjónaband nokkurt í Vesturbænum hafi snarbatnað eftir að hjónin ákváðu að elda nýja uppskrift alla miðvikudaga og skiptast á að elda. Fyrsti rétturinn var þessi asíski laxaréttur og ískalt hvítvín en hamingjan var allsráðandi að málsverði loknum. Ekki skemmir fyrir að gjörningurinn tók ekki langa stund. Meira »

Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

10.9. Hér gefur að líta blálöngu sem er afbragðsfiskur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. Meira »

Ketó-lax með spínatsmjöri og fersku steiktu rósakáli

30.8. Það er enginn annar en Gunnar Már Sigfússon sem á þessa uppskrift en hann segir að það sé vart hægt að finna ketóvænni rétt. Meira »