LKL ofnbakaður lax með spínati, beikoni og parmesan

Lágkolvetna ofnbakaður lax með spínati, beikoni og parmesan
Lágkolvetna ofnbakaður lax með spínati, beikoni og parmesan mbl.is/Einn, tveir & elda

Fiskur stendur ávallt fyrir sínu og hér gefur að líta uppskrift sem er einstaklega lystug. Hér höfum við bæði fisk og kjöt og má eiginelga segja að þessi uppskrift sé veisla fyrir bragðlaukana - svo fjölbreytt er palletttan. 

Uppskriftin kemur úr smiðju Einn, tveir og elda enda hafa LKL pakk­arn­ir frá þeim notið mik­illa vin­sælda. 

LKL ofnbakaður lax með spínati, beikoni og parmesan

Fyrir tvo

  • 400 g lax 
  • 8 sneiðar beikon
  • 2 tsk laxa kryddblanda
  • 40 g kasjúhnetur
  • 40 g parmesanflögur eða rifinn parmesan
  • 8 stk kirsuberjatómatar 
  • 100 g spínat

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 180°c. Leggið laxabitana í eldfast mót ásamt 2 msk af ólífuolíu og kryddblöndunni. Bakið laxinn í um það bil 15 mínútur eða þar til fulleldaður.
Skerið beikonið í litla bita og kirsuberjatómatana í tvennt.
Steikið beikonið á vel heitri pönnu upp úr 1 msk af ólífuolíu þar til orðið vel stökkt.
Blandið saman í skál spínatinu, parmesan ostinum, tómötunum og beikoninu ásamt fitunni af beikoninu og hrærið létt saman.
Þegar laxinn er tilbúinn skal bera hann fram ásamt spínatblöndunni, njótið vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert