Ómótstæðilega einfaldur og bragðgóður fiskréttur að hætti Evu Laufeyjar

mbl.is/Eva Laufey

Það er fátt einfaldara en einmitt þessi fiskréttur sem alveg merkilega góður á bragðið - eiginlega bara hreinasta sælgæti. Að auki tekur ekki langan tíma að búa hann til og má því með sanni segja að hann sé akkúrat fullkominn á degi sem þessum. 

Það er Eva Laufey sem á heiðurinn að þessari snilld en matarbloggið hennar má nálgast HÉR.

Þorskhnakkar í pestósósu með ólífum

Eins og þið sjálfsagt vitið þá elska ég einfaldar og fljótlegar uppskriftir, þessi er einmitt þannig og þið þurfið helst að prófa hana sem fyrst.

  • 800 g þorskur
  • Salt og pipar
  • 300 g rautt pestó
  • 1 dl rjómi
  • 1 dl fetaostur
  • Grænar ólífur
  • Nýrifinn parmesan
  • Ferskt salat

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar.
  3. Blandið pestóinu, fetaostinum og rjómanum saman í skál. Hellið yfir fiskinn og raðið ólífum yfir.
  4. Eldið í ofni við 180°C í 25 – 30 mínútur.
  5. Berið fram með nýrifnum parmesan-osti og fersku salati.
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert