Sælgætis skötuselur með engifer, chili og lime

Skötuselurinn er sérlega girnilegur eins og sjá má.
Skötuselurinn er sérlega girnilegur eins og sjá má. mbl/Arnþór Birkisson

Hugi Kristinsson, matreiðslumaður á Tryggvaskála á Selfossi galdrar hér fram fyrir lesendur dásemdar skötusel með fersku sítrussalati og meðlæti sem er hvert öðru girnilegra. Hér er hráefnið í fyrirrúmi.

Grilllögur 

 • 200 ml matarolía
 • 100 ml soyasósa
 • ½ chili
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 3-4 cm engiferrót
 • safi úr 1 lime

AÐFERÐ:

Chili er kjarnhreinsað og saxað, hvítlaukur og engiferrót rifin og öllu blandað saman. Skötuselurinn er skorinn í 80-100 gr bita og látinn liggja í leginum í 30-40 mínútur.

Sítrussalat

 • 2 lime
 • 2 sítrónur
 • 3 appelsínur
 • 1 granatepli
 • 3 vorlaukar
 • smá steinselja

AÐFERÐ:

Börkur af lime, sítrónu og appelsínu er tekinn af og ávextirnir skornir í lauf. Steinselja og græni parturinn af vorlauknum er söxuð. Allt sett saman í skál og djúsað með extra virgin ólífuolíu, sítrónusafa og smá salti.

Kartöflusalat 

 • 400 gr kartöflur - helst smælki
 • rauð paprika
 • ½ chili
 • 1 skallotu laukur
 • 4-5 msk basilpestó
 • 1-2 msk grófkorna sinnep.

AÐFERÐ:

Kartöflur eru soðnar og kældar. Paprika, chili og skallottulaukur eru söxuð niður og kartöflur skornar í fallega báta. Öllu blandað saman ásamt smá ólífuolíu og smakkað til með salti.

Hvítlaukssósa

 • 1 hvítlaukur
 • 1 sítróna
 • 1 dós sýrður rjómi 24%

AÐFERÐ:

Hvítlaukur er rifinn niður og blandað saman við sýrðan rjóma, börkurinn af 1 sítrónu er rifinn með fínu rifjárni og blandað saman við. Smakkað til með sítrónusafa og salti.

Skötuselurinn er grillaður í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Aspas er vafinn í hráskinku (passa að brjóta trénaða partinn neðan af), aspas og grænkáli er svo velt upp úr olíu og salti áður en grillað. Grænkálið er svo dressað í sítrónusafa og salti áður en borið fram.

Hugi Kristinsson, matreiðslumaður á Tryggvaskála á Selfossi.
Hugi Kristinsson, matreiðslumaður á Tryggvaskála á Selfossi. mbl/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »