Plokkfiskur Nigellu

Plokkfiskur að hætti Nigellu er eitthvað sem enginn má láta …
Plokkfiskur að hætti Nigellu er eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. mbl.is/Nigella Lawson (nigella.com)

Plokkfiskur er einn af þjóðarréttum Íslendinga enda herramanns matur og elskaður af jafnt ungum sem öldnum. Það er Matarvefnum því mikið gleðiefni að deila þessari uppskrift eftir sjálfa Nigellu Lawson þar sem hún reynir við þennan klassíska íslenska rétt. 

Hún fer nokkuð vel með hann og heldur sig við grunn atriðin. Hún bætir þó við soðnum eggjum sem við skiljum ekkert í en þeir sem það vilja sleppa þeim bara. 

En við hvetjum ykkur til að prófa og endilega segið okkur hvað ykkur finnst. 

Plokkfiskur Nigellu

 • 1½ kg forsoðnar kartöflur
 • 150 g smjör
 • 1½ kg ýsa
 • 500 ml nýmjólk
 • 3 lárviðarlauf
 • Ferskur svartur pipar
 • 125 grams frozen peas
 • 75 g hveiti
 • 125 g óðalsostur (rifinn) (grated)
 • 3 harðsoðin egg

Aðferð:

 1. Skerið kartöflunar í bita og stappið þær saman við 75 g af smjöri. Saltið og piprið eftir smekk.
 2. Setjið fiskinn í stóra pönnu með mjólk, lárviðarlaufum og slatta af svörtum pipar. Látið suðuna koma upp og lækkið þá strax undir. Látið fiskinn sjóða á lágum hita þar til hann er gegneldaður. Takið þá fiskinn af pönnunni og hellið vökvanum í skál. Fjarlægið lárviðarlaufin.
 3. Hitið ofninn í 170 gráður.
 4. Bræðið afganginn af smjörinu á pönnu og hrærið hveitinu saman við. Pískið vel og passið að hveitið hlaupi ekki í kekki. Helli mjólkurblöndunni saman við og látið suðuna koma upp. Við það á sósan að þykkna. Látið malla í tvær mínútur eða svo og blandið þá ostinum saman við.
 5. Takið fiskinn í sundur í munnbitastóra bita og setjið í hitaþolið mót. Dreifð jafnt úr honum. Hellið sósunni yfir. Skerið eggin í sneiðar og raðið snyrtilega yfir fiskinn. Að lokum setjið þið kartöflustöppuna yfir og dreifið vel úr með sleif.
 6. Áður en rétturinn fer inn í ofn er gott að sáldra ögn af rifnum osti yfir. Bakið í ofni í 20-40 mínútur. Hægt að borða annað hvort heitt eða kalt.
mbl.is