Matur
| mbl
| 29.10.2018
| 11:05
| Uppfært
11:23
Lífsbætandi lax á 30 mínútum
- 1 stórt laxaflak, roðflett
- sjávarsalt
- ferskur pipar
- 4 msk. bráðið smjör
- 1/4 bolli nýrifinn parmesan-ostur
- 2 hvítlauksgeirar, maukaðir
- 2 msk. fersk steinselja, söxuð
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið álpappír á ofngrind og smyrjið. Setjið laxaflakið á grindina og kryddið með salti og pipar.
- Blandið saman í lítilli skál smjöri, parmesan, hvítlauk og steinselju. Hjúpið laxinn með blöndunni og bakið uns laxinn er tilbúinn eða í 25 mínútur eða svo.
- Stillið ofninn á grill og grillið fiskinn síðustu tvær mínúturnar eða svo til að hjúpurinn verði stökkur.