Lax

Fjórar bráðnauðsynlegar fæðutegundir sem örva heilann

15.2. Ef þú vilt halda heilanum í toppformi yfir daginn þá skaltu hugsa út í hvað þú lætur ofan í þig, en það eru fjórar matvörur sem heilinn þinn elskar. Meira »

Lágkolvetna lúxus lax með spicy rauðkáls hrásalati

7.1. Það er ekki úr vegi að byrja vikuna á þessum líka dásemdarrétti sem er jafnframt svo einfaldur að leikskólabarn gæti gert hann með bundið fyrir augun. Eða því sem næst. Meira »

Lífsbætandi lax á 30 mínútum

29.10. Þessi uppskrit er með þeim einfaldari sem þið rekist á. Parmesan-hjúpurinn er svo eitthvað sem slær alls staðar í gegn og gefur réttinum þetta extra vá! Meira »

Lax sem er snar-bannaður börnum

25.9. Uppskriftir sem sagðar eru trylla eru yfirleitt eitthvað sem vert er að skoða nánar og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Hér er marineringin tekin á næsta stig og alls ekki við hæfi barna. Meira »

Lax sem reddar hjónabandinu

24.9. Heyrst hefur að hjónaband nokkurt í Vesturbænum hafi snarbatnað eftir að hjónin ákváðu að elda nýja uppskrift alla miðvikudaga og skiptast á að elda. Fyrsti rétturinn var þessi asíski laxaréttur og ískalt hvítvín en hamingjan var allsráðandi að málsverði loknum. Ekki skemmir fyrir að gjörningurinn tók ekki langa stund. Meira »

Ketó-lax með spínatsmjöri og fersku steiktu rósakáli

30.8. Það er enginn annar en Gunnar Már Sigfússon sem á þessa uppskrift en hann segir að það sé vart hægt að finna ketóvænni rétt. Meira »

Ljúffengur lax með þremur sósum

23.7. Lax er herramannsmatur og ekki spillir fyrir ef hann er villtur. Hér er einstaklega skemmtileg uppskrift að laxi sem á endanum var borinn fram í hrísgrjónapappír að austurlenskum hætti. Meira »

Einfaldur appelsínulax á grillið

14.6. Eins og tíðin er má allt eins steikja laxinn á pönnu en örvæntið eigi - bragðið mun bæta geðheilsuna til muna. Hér gerir appelsínan gæfumuninn en í bland við hunang verður útkoman hrein unaðsleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Meira »

Læknirinn galdraði fram girnilegan lax

11.4. Lax er í uppáhaldi hjá flestum enda algjört sælgæti. Ragnar Freyr Ingvarsson – betur þekktur sem læknirinn í eldhúsinu – galdraði fram þennan gómsæta lax sem hann segir að sé bæði einfaldur og góður Meira »

Hægeldaður lax með fennel og sítrus

3.4. Hvað er betra en bragðgóður og fullkomlega eldaður lax? Sér í lagi þegar búið er að para hann með fennel, sítrusávöxtum og smá chili. Meira »

Lax með Kryddsmjöri og kremuðu spínati

13.3. Kokkarnir hjá Einn, tveir og elda mæla með þessari upspkriftin en hún tekur stutta stund og kætir svo sannarlega kroppinn enda holl og góð. Meira »

Taílenskur lax með núðlum og kóriander

25.1.2018 Lax er mikill herramannsmatur sem hægt er að matreiða á ótal vegu. Hér kennir Svava á Ljúfmeti og lekkerheit okkur hvernig á að elda hann á taílenska vísu með núðlum og kóríander. Meira »

Laxapasta sem sameinar tvo heima

3.1.2018 Nú þegar flestir eru með hugann við hollara mataræði er ekki úr vegi að skella í smá laxapasta að hætti meistaranna.  Meira »

Yfir 270 þúsund deilingar á Pinterest

25.9.2017 Vinsældir þessarar uppskriftar eru með eindæmum og hefur henni verið deilt yfir 270 þúsund sinnum á Pinterest - eingöngu á þessu ári. Það er lax sem er aðalstjarnan í þessum rétti en að öðru leyti svífur Miðjarðarhafskeimur yfir vötnum. Meira »

Lax með bláberja- og rósmarínsósu

6.9.2017 Þótt vissulega sé sígilt að nýta uppskeruna úr berjamó til að sulta úr berjunum, baka pæ og geyma í frysti fyrir heilsudrykki vetrarins er hægt að nýta uppskeruna í ótal fleiri vænar uppskriftir. Meira »

Ómótstæðilegur lax með asísku tvisti

14.8.2017 Fiskur að asískum hætti er eitt það besta sem hægt er að borða. Hér notar Jennifer lax sem er marineraður upp úr dásamlegri blöndu sem er eins austurlensk og þær gerast. Núðlurnar bæta síðan enn við þennan gómsæta rétt en auðvitað er líka hægt að bjóða upp á hrísgrjón, salat eða kartöflur með fyrir þá sem það vilja. Meira »

Geggjaður grillaður lax með lúxus meðlæti

20.8. Lax er sívinsæll á grillið, þéttur og góður fiskur sem bragðast einstaklega vel. Hér er eldamennskan fremur einföld en sítrónupiparinn passar sérlega vel með fiskinum. Aspasinn er svo nánast skilyrði að prófa enda er hunangs- og rommgljáinn engu líkur. Meira »

Æðislegur lax með fetaosti

18.6. Það er fátt betra á degi sem þessum en gómsætur lax sem við kjósum að kalla lúxuslax. Hér er um að ræða ákaflega skemmtilega bragðsamsetningu sem við hvetjum ykkur til að prófa - þó ekki væri nema bara til að lyfta ykkur aðeins upp. Jarðarber og fetaostur tóna hér skemmtilega saman og útkoman er alveg hreint frábær. Meira »

Lax með sítrónu/hvítlauks/spínat-risottó

16.4. Sigurveig Káradóttir heldur úti samnefndu matarbloggi sem iðar af lífi og skemmtilegum uppskriftum sem eru hver annarri girnilegri. Hér gefur að líta uppskrift frá Sigurveigu að laxi með því sem hún kallar sítrónu/hvítlausk/spínat-pestói. Meira »

Ljúffengir laxaborgarar með hrásalati

10.4. Þessi réttur er í senn afskaplega auðveldur og bragðgóður. Að auki er hann barngóður þannig að þetta er hinn fullkomni fjölskyldukvöldverður. Meira »

Ofnbakaður lax með hrísgrjónum og mango jalapeno sósu

26.3. Hér gefur að líta einstaklega skemmtilega og bráðholla uppskrift að ofnbökuðum laxi sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Meira »

Lax með hnetutrylling, mangó og kóríandersósu

29.1.2018 Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi sem stendur. Algjörlega tryllt gúmmelaði!  Meira »

Lax í sous vide

18.1.2018 Það má færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé með betri uppskriftum sem við höfum birt á Matarvefnum enda kokkar flestum flinkari þegar kemur að matargerð. Meira »

Jóladálæti kokkanna

9.12.2017 „Við erum mjög hefðbundin í jólamatnum en leikum okkur gjarnan með forréttinn, erum t.d. með rjúpu í forrétt, en hamborgarhrygg í aðalrétt,“ segir Sigurður Gíslason, kokkur á GOTT í Vestmannaeyjum. Meira »

Brakandi stökkur lax á 10 mínútum

20.9.2017 Þetta er stórkostlega einfaldur og góður fiskréttur. Sumir vilja meina að fiskur sé einhver mánudagsblús en þessi réttur er sannkölluð sunnudagssæla eða föstudagsfreisting. Og einfaldur er hann en það er fátt sem við elskum heitar en einfaldur og góður matur sem kálar okkur ekki úr kaloríum. Meira »

Möndluhvítlaukslax að hætti matgæðingsins

14.8.2017 Lax er bæði hollur og góður. Ananasinn og chiliið kallast á og bæta hvort annað upp, sterka chilibragðið er mótvægi við sæta ananasinn og saman passa vel með laxinum, hvítlauknum og möndlunum. Laxinn í álpappírnum má einnig setja á grillið. Meira »

Steiktur lax með rabarbara og beðum

11.7.2017 Þessi réttur er eins sumarlegur og þeir gerast. Ferskt grænmeti í bland við lax er fyrirtakssamsetning sem engan ætti að svíkja. Nú þegar rabarbarinn er óðum að stækka er tilvalið að nýta hann í eldamennsku eins og kostur er. Þótt flestir kjósi að sjóða úr honum sultu er hann líka hreinasta afbragð í eldamennsku eins og þið munið komast að ef þið prófið þessa uppskrift. Meira »