Lágkolvetnalax með blómkálsmús

mbl.is/Einn, tveir og elda

Hér erum við með frábæran fiskrétt sem er í senn einfaldur en afskaplega bragðmikill og góður. Blómkálsmúsin er sannarlega að slá í gegn enda fullkominn staðgengill fyrir kartöflur og kolvetnin sem þeim fylgja. 

Þessi uppskrift kemur frá Einn, tveir og elda og ef þú vilt hámarka lífgæðin þá auðvitað bara pantar þú réttinn á heimasíðunni þeirra.

LKL Bakaður pestólax með blómkálsmús fyrir tvo
  • 400 g lax
  • 300 g blómkál
  • 1 shallotlaukur
  • 2 greinar kóríander
  • 50 g salat 
  • 1 avókado
  • 50 g sýrður rjómi
  • 50 g smjör
  • 1-2 tsk. kryddblanda (paprikuduft, timian, salt og pipar)


Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C og blástur og hitið vatn í potti að suðu. Skerið blómkálið í grófa bita og sjóðið í 5 mínútur.
Skerið laxinn í tvær steikur og kryddið með kryddblöndu. Færið hann í eldfast mót og smyrjið pestóinu yfir. Bakið laxinn í 15 mínútur eða þar til fulleldaður.
Saxið niður shallotlaukinn og steikið hann á vel heitri pönnu upp úr olíu í nokkrar mínútur eða þar til hann verður mjúkur.

Sigtið blómkálið frá vatninu og setjið í blandara eða matvinnsluvél ásamt kóríander, smjöri, sýrðum rjóma, shallotlauknum og smá salti og pipar.
Skerið avókadóið í teninga og blandið saman við salatið. Berið bakaða pestólaxinn fram ásamt blómkálsmúsinni og salatinu. Njótið vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert