Grísarif fyrir metnaðarfulla meistarakokka

mbl.is/Kristinn Magnússon
<span><span>Bjartur Elí Friðþjófsson, kokkur á Grillmarkaðnum, þykir afburðaflinkur í eldhúsinu enda átti hann stórleik í keppninni um kokk Íslands á dögunum. Við fengum Bjart til að deila með okkur uppskrift og fyrir valinu urðu grísarif með mjög svo skemmtilegum tilburðum. </span></span>
<strong>Grilluð misó- &amp; hvannargrísarif</strong>
 • 200 gr. ljóst misó
 • 1 millistór engifer
 • 100 gr. þurrkuð hvönn
 • 100 ml soya sósa
 • Salt & pipar
 • 2 stórir laukar
<span>Aðferð:</span>
 1. Rifin eru snyrt og nudduð til með salt og pipar. Misó, soya og hvönn blandað saman og pennslað á.
 2. Laukar skornir gróft og grillaðir þar til þeir verða svartir. Sett í bakka með engifer og vatni upp að grísarifjum. Eldað yfir nóttu á 90°. Rifið niður eftir eldun og raðað á salatið.
<strong>Kremað grænkál með baunaspírum</strong>
 • 500 gr. grænkál
 • 1 askja baunaspírur
 • 150 gr. japanskt mæjó
 • ½ sýrður rjómi
 • ½ sítróna
 • 100 gr. heslihnetur
 • Salt
<span>Aðferð:</span> <ol> <li><span>Grænkál saxað fínt. Japanskt mæjó, sýrður rjómi og sítrónusafi hrært saman saman. </span></li> <li><span>Heslihnetur ristaðar á 170° í 10 mín. Flysjaðar og saxaðar. </span></li> <li><span>Öllu blandað saman og baunaspírur í restina. Smakkað til með salti.</span></li> </ol> <strong>Kryddjurta-vínargréta</strong>
 • ½ askja kerfill
 • ½ askja kóríander
 • ½ askja steinselja
 • Shallot-laukur
 • 2 bollar ólífuolía
 • 3 lime
 • ½ msk. púðursykur
 • Salt
<span>Aðferð:</span>
 1. Lime-safi kreistur úr, í blandara með sykri, hrært rólega og ólífuolíu bætt við. Kryddjurtir og laukur saxað fínt og þessu öllu blandað saman. Smakkað til með salti.
 2. Erpur parmason rifinn yfir af mikilli gjafmildi. Erpur parmason er íslenskur parmesan-ostur frá Erpsstöðum sem við erum að nota á Grillmarkaðnum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is