Sjúklegt nautasalat Lindu Ben

Guðdómlega girnilegt.
Guðdómlega girnilegt. Árni Sæberg

Linda Benediktsdóttir er einn af matgæðingum Matarvefsins en við leitum reglulega til hennar eftir innblæstri og góðum uppskriftum. Að þessu sinni báðum við hana að elda auðveldan en góðan heimilismat sem hentar jafnt á mánudegi sem í matarboðið.

Asískt nautakjöts-salat

fyrir 2
Dressing
  • 3 msk bragðlítil ólífuolía
  • 1 límóna, safinn
  • 2 tsk fiskisósa
  • 1 msk sykur
  • klípa salt
  • 1 msk kóríander smátt saxað
  • 2 hvítlauksgeirar

Aðferð:

  1. Merjið kóríander og hvítlauksgeira í morteli ásamt 1 msk af olífuolíu. Blandið vel saman þangað til gott mauk hefur myndast.
  2. Bætið 1-2 msk af olíunni og restinni af innihaldsefnunum og blandið vel saman.
  3. Hellið dressingunni í fallega skál.
Salat
  • 250 g nautakjöt (til dæmis innralæri)
  • 1/2 msk olía
  • Salt og pipar
  • 75 g klettasalat
  • 1 dl kirsuberjatómatar
  • 1/4 rauðlaukur, mjög fínt skorinn niður
  • 1/2 agúrka
  • 1 dl kóríander
  • 1 rauður chili

Aðferð:

  1. Takið nautakjötið út úr ísskápnum og geymið við stofuhita í 3-4 tíma fyrir eldun.
  2. Piprið það og hitið steikarpönnu vel, steikið kjötið þangað til það er eldað eins og ykkur finnst best. Látið kjötið jafna sig við stofuhita á meðan salatið er útbúið.
  3. Skolið og þerrið klettasalatið vel, raðið því svo á fallegan disk.
  4. Skerið kirsuberjatómatana í helminga, skerið rauðlaukinn mjög fínt niður, skerið agúrkuna niður í þunnar lengjur, rífið kóríanderið fallega frá stilkunum og skerið chili í sneiðar (takið fræin frá ef þið viljið ekki hafa það mjög sterkt). Raðið öllu fallega á diskinn.
  5. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið ofan á salatið.
  6. Setjið dressinguna yfir salatið eins og smekkur ykkar segir til um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert