Steikt bleikja með kryddjurtasalati og geitaosti

Stórkostlega girnilegt.
Stórkostlega girnilegt. Kristinn Magnússon

Iðunn Sigurðardóttir, yfirkokkur á Matarkjallaranum, gerði frábæra hluti í keppninni um kokk Íslands sem fram fór á dögunum. Við stóðumst því ekki mátið og fengum hana til að deila með okkur uppskrift sem við erum handvissar um að eigi eftir að slá í gegn.

Hér erum við að tala um stekta bleikju sem er með epla- og möndluflögusalsa, kryddjurtasalati, pikkluðu engifermajónesi og geitaosti. Í okkar bókum er þetta alslemma sem á eftir að trylla matargesti. 

Iðunn Sigurðardóttir, yfirkokkur á Matarkjallaranum.
Iðunn Sigurðardóttir, yfirkokkur á Matarkjallaranum. Kristinn Magnússon

Steikt bleikja með kryddjurtasalati og geitaosti

Steikt bleikja
  • Heilt flak roðhreinsað og pönnusteikt upp úr smjöri og salti.
Epla- og möndluflögu-salsa
  • 1 grænt epli
  • 1 sítróna 
  • 10 cherry-tómatar
  • 30 ml basil-olía
  • 30 gr. ristaðar möndluflögur 
Aðferð: Eplið er skorið í litla teninga og velt upp úr sítrónusafa, cherry-tómatar skornir í 4 hluta, basil 30 gr. og olía 100 ml unnið saman í blandara þangað til hitinn er 85°C. 
Eplin, tómatarnir, möndluflögurnar og olían hitað saman og sett ofan á bleikjuna. 
Kryddjurtasalat
  • Kerfill
  • Vatnakarsi
  • Klettasalat 
  • Dill
Aðferð: Kryddjurtirnar eru pillaðar í hæfilegar stærðir og settar ofan á bleikjuna, ekkert mál að skipta út jurtunum fyrir aðrar svipaðar jurtir. 
Pikklað engifer-majónes
  • 100 ml japanskt mayo
  • 30 gr. pikklað engifer (sushi engifer)
  • 10 stk. graslaukur 
Aðferð:
  1. Engiferið og graslaukurinn er saxað smátt niður. Því er síðan blandað við japanska mayoið. Setjið fullt af litlum doppum af mayoi ofan á bleikjuna. 
  2. 1/2 sítróna grilluð vel í sárið.
  3. Í lokin er geitaostur rifinn yfir allt.
  4. Steikt bleikja með kryddjurtasalati og geitaosti
Bleikja stendur alltaf fyrir sínu.
Bleikja stendur alltaf fyrir sínu. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert