Poppstjörnur gefa út lag til styrktar fórnarlömbum Asíuflóða

Ronan Keating, fyrrum söngvari í Boyzone mun hugsanlega syngja í …
Ronan Keating, fyrrum söngvari í Boyzone mun hugsanlega syngja í laginu. AP

Breskar poppstjörnur, þar á meðal Cliff Richard og Boy George, hyggjast gefa út lag til styrktar fólki sem á um sárt að binda eftir jarðskjálfta og flóðbylgjur sem urðu í Asíu á annan dag jóla. Fram kemur í frétt BBC að vonast sé til þess að ágóði af sölu lagsins muni nema meira en 2 milljónum punda, sem samsvarar um 236 milljónum íslenskra króna.

Um er að ræða ballöðu sem nefnist Sorgin eldist ekki (Grief Never Grows Old). Mike Read samdi lagið.

Hugsanlegt er að Ronan Keating, fyrrum söngvari í sveitinni Boyzone, syngi einnig í laginu, komist hann í hljóðver í Sviss þar sem hann dvelst nú í fríi. Meðal annarra söngvara sem rætt hefur verið við um þátttöku í laginu eru Robin og Barry Gibb úr Bee Gees, Jamie Cullum, Chris Rea og Olivia Newton-John.

Read hafði samið lagið áður en harmleikurinn varð á annan dag jóla, en taldi það of dapurlegt til útgáfu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav