Hera og hópurinn í slökun fyrir kvöldið

Hera Björk Þórhallsdóttir.
Hera Björk Þórhallsdóttir. Mynd/Sarah Louise Bennett

Undirbúningur íslenska hópsins fyrir Eurovision í kvöld gengur vel. Í samtali við mbl.is segir Ragna Björg Ársælsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hópsins, að hópurinn sé í slökun og sé að undirbúa sig fyrir daginn.

Í kvöld fer fram fyrri undanúrslitariðillinn í Eurovision en Ísland er áttunda atriðið til að stíga á svið í kvöld. Útsending hefst klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Seinni undanúrslitariðillinn fer fram á fimmtudag og úrslitakvöldið fer fram á laugardaginn.

Í gær fór fram æfing og dómararennsli í sal með áhorfendum. Áhorfendur tóku vel í atriði Heru og kveðst hún vera spennt fyrir kvöldinu. 

Betri stemning fyrir keppninni úti en heima

Hafið þið orðið vör við aukna öryggisgæslu fyrir keppnina í ár?

„Nei, ekki aukna en það er alltaf mikil öryggisgæsla. Það er lögregla sem fylgir okkur í rútuna og leitað er í töskum áður en að farið er inn í höllina, en við finnum ekki fyrir aukinni öryggisgæslu. En líklega verður aukin öryggisgæsla á fimmtudag, þegar Ísraelar keppa.“

Aðspurð segir Ragna að þau hafi ekki orðið vör við nein mótmæli úti í Malmö.

Finnið þið  fyrir erfiðara umhverfi í kringum keppnina í ár?

„Já, sérstaklega heima. Hérna úti erum við bara með öðrum keppendum í góðri stemningu, en heima sérstaklega, við höfum ekki oft séð fólk tala illa um söngvarann og hennar persónu. Hingað til hefur bara verið stemning fyrir því að sjá íslenska listamanninn standa á sviði í Eurovison, þá er það auðvitað erfiðara umhverfi hvað það varðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg