Myndskeið: Diddy gekk í skrokk á Ventura

Í myndbandinu sést hvernig Combs gengur í skrokk á Ventura.
Í myndbandinu sést hvernig Combs gengur í skrokk á Ventura. AFP/Angela Weiss

Sean „Diddy“ Combs sést grípa í, ýta, draga og sparka í þáverandi kærustu sína, söngkonuna Cassie Ventura á eftirlitsupptökum í myndskeiði sem fréttastofan CNN hefur undir höndum.

Myndskeiðið sem um ræðir er frá 5. mars 2016 og samanstendur af nokkrum klippum frá mismunandi sjónarhornum úr eftirlitsmyndavélum á InterContinental hótelinu í Los Angeles.

Gekk á eftir Ventura með handklæði um sig miðjan

Á eftirlitsupptökunum sést Diddy ganga á eftir Ventura niður hótelgang klæddur handklæði um mittið. 

Hann grípur í hnakkann á henni þar sem hún staðnæmist fyrir framan lyfturnar, kastar henni í gólfið og sparkar í hana.

Ventura sést liggja hreyfingarlaus á gólfinu þegar Combs snýr sér við og sparkar aftur í hana. Hann dregur hana þarnæst í áttina að hótelherbergi áður en hann gengur í burtu.

Ventura stendur að lokum á fætur og sést þá Combs koma aftur og hrinda henni í jörðina. 

Hvorug vilja tjá sig

Söng­kon­an höfðaði mál gegn rapp­ar­an­um í fyrra þar sem hún sak­aði hann um nauðgun og lík­am­legt of­beldi.

Ventura og Diddy komust að sam­komu­lagi utan dóm­stóla aðeins degi eft­ir að hún höfðaði málið gegn hon­um.

Ventura vildi ekki tjá sig um málið þegar CNN leitaði eftir því. Sömu sögu má segja um Combs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Loka