Coppola snýr aftur

Francis Ford Coppola er endurrisinn.
Francis Ford Coppola er endurrisinn. AFP

Francis Ford Coppola, leikstjóri Godfather-þríleiksins og einn af virtustu leikstjórum í sögu Hollywood, sneri aftur á kvikmyndahátíðina Cannes með nýjustu kvikmyndina sína Megalopolis.  

Kvikmyndin er 40 ára ástríðuverkefni Coppola og er hún fjármögnuð af leikstjóranum sjálfum.

Það kostaði 120 milljónir dala að framleiða myndina en Coppola tókst að fjármagna hana með því að selja vínekruna sína í Kaliforníuríki.

Gagnrýnendur hafa margir lofað Coppola fyrir metnaðarfulla og djarfa kvikmynd en gagnrýnt söguþráð hennar. Far bæði baulað og fagnað í salnum undir lok frumsýningarinnar.

Útópísk útgáfa af Eden

Megalopolis gerist í borginni Nýju Róm, sem er dýstópísk útgáfa af New York-borg, og er um arkitekt sem er ákveðinn í að nýta töfra sína í að umbreyta borginni í útópíska útgáfu af aldingarðinum Eden.

Leikarar kvikmyndarinnar eru Adam Driver, Giancalo Esposito, Aubrey Plaza, Jon Voight og Shia LaBeouf.

Coppola ásamt leikurum á frumsýningunni.
Coppola ásamt leikurum á frumsýningunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Reyndu að finna út hvert þitt hlutverk er og sinntu því vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Reyndu að finna út hvert þitt hlutverk er og sinntu því vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson