Kóngurinn ríkari en mamma sín

Karl kóngur er vel stæður fjárhagslega.
Karl kóngur er vel stæður fjárhagslega. AFP

Karl III. Bretakonungur er nú orðinn ríkari en móðir hans var. Samkvæmt lista The Sunday Times yfir ríkustu einstaklinga Bretlands kemur fram að Karl sé í 28. sæti. Auðævi hans hafa aukist um 12 milljónir punda frá því fyrir ári síðan og standa nú í 770 milljónum punda.

Til samanburðar má geta þess að árið 2022 voru auðævi Elísabetar II Bretadrottningar um 468 milljónir punda en hún lést í september það ár.

Auðævi kóngsins blikna þó í samanburði við auðævi Hugh Grosvenor, hertogans af Westminster. Hann er talinn eiga 12,8 milljarða punda samkvæmt The Sunday Times.

Grosvenor er guðfaðir Georgs prins, sonar Vilhjálms, og er auk þess sagður vera guðfaðir Archie prins en Harry og Meghan hafa aldrei staðfest nöfnin á guðforeldrum Archie.

Innanbúðarmenn hafa sagt að kóngurinn hafi lagt sig allan fram að byggja sig upp að nýju fjárhagslega eftir kostnaðarsaman skilnað við Díönu prinsessu.

Stór hluti peninganna koma frá The Duchy of Cornwall sem er samansafn landareigna, húsa og annarra eigna og aflar tekna til þess að halda uppi Vilhjálmi prins, fjölskyldu hans og góðgerðastörfum.

Erfitt er hins vegar að henda reiður á raunveruleg auðævi konungsfólksins þar sem ómögulegt er að setja tölu á virði skartgripanna og annarra verðmætra hluta sem eru í þeirra einkaeigu. Þá eiga þau einnig talsvert af ómetanlegum listaverkum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir