Kennslanefnd ríkislögreglustjóra komin til Phuket-eyju

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra kom til Phuket-eyju í gær og tóku þar á móti henni tveir fulltrúar norsku kennslanefndarinnar, að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Á staðnum eru fulltrúar kennslanefnda frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi og bíður þeirra að rannsaka mörg þúsund lík á svæðinu.

Í morgun var haldinn fundur í stjórnstöð kennslanefndanna í Phuket þar sem íslensku fulltrúarnir mættu til vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert