Taílendingum hrósað fyrir hröð viðbrögð við flóðbylgjum

Tekið til í rústum húss í fiskiþorpinu Ban Nam Khem …
Tekið til í rústum húss í fiskiþorpinu Ban Nam Khem í Phuket á Taílandi. AP

Viðbrögð Taílendinga við flóðbylgjum þar í landi á annan dag jóla einkenndust af hröðum og árangursríkum aðgerðum af hálfu stjórnvalda og miklum stuðningi almennings við fórnarlömb hamfaranna, að því er sérfræðingar og embættismenn segja.

Ekki varð sama ringulreið og skipulagsleysi í Taílandi eftir hamfarirnar og á öðrum svæðum sem urðu illa úti í heim. Þar eru samgöngur öflugri og fjarskipti betri. „allt var skipulagt, markmið voru skilgreind og ákveðið hvernig stjórn starfsins skyldi háttað,“ sagði Vishnu Varunyou, aðstoðarforseti helsta stjórnsýsludómstólsins í Bangkok.

Taílendingar hafa nú getað beint sjónum sínum að enduruppbyggingu og hafa þeir komist hjá vandamálum sem gert hafa vart við sig á öðrum hamfarasvæðum þar sem mörg hundruð þúsund manns eru heimilislausir og eiga á á hættu að smitast af sjúkdómum.

„Þeir tóku mjög vel á málinu. Þeir lögðu lykkju á leið sína til þess að aðstoða Vesturlandabúa, taka á móti fórnarlömbum, veita ókeypis flugferðir frá Phuket... Þetta hefur bætt ímynd þeirra út á við,“ sagði evrópskur erindreki sem hefur aðsetur í Bangkok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert