Hugsanlegt að meira en 100.000 hafi farist af völdum flóðbylgjunnar miklu

Indversk kona á flóðasvæðunum grætur á meðan hún gefur barni …
Indversk kona á flóðasvæðunum grætur á meðan hún gefur barni sínu að drekka. AP

Hugsanlegt er að meira en 100.000 manns hafi farist af völdum flóðbylgjunnar miklu í ríkjum við Indlandshaf á annan dag jóla. Yfirmaður ítölsku almannavarnanna varaði við þessu í dag.

„Fórnarlömbum mun fjölga á næstu dögum og ég óttast að lokum verði fjöldi látinna kominn upp í 100.000 þrátt fyrir að við munum aldrei getað staðfest töluna vegna þess að engar mannfjöldaskrár liggja fyrir á flestum þeim svæðum sem málið varðar,“ sagði Guido Bertolaso, yfirmaður almannavarna Ítalíu við blaðamenn í dag.

Ítalskar neyðarþjónustur sjá um að samræma björgunaraðgerðir Evrópusambandsríkja á hamfarsvæðinu, að því er Gianfranco Fini, utanríkisráðherra Ítalíu skýrði frá í dag.

Flest fórnarlamba flóðbylgnanna eru í Indónesíu og á Sri Lanka.

Indversk stúlka syrgir ættingja sína sem fórust í flóðbylgjunni.
Indversk stúlka syrgir ættingja sína sem fórust í flóðbylgjunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert