Ætluðum að mæta af krafti og kaffæra þær

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vissum að Stjörnuliðið var að koma brotið úr síðasta leik sínum og að við þyrftum þá að vera tilbúnar til að mæta þeim alveg að krafti og reyna að kaffæra þær, sem gekk líka svona vel,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks eftir 5:1 sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í Kópavoginum í kvöld og leikið var í 4. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.   

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær hjá okkur og við nýttum færin vel en ég er líka ánægð með að markið sem við fengum á okkur sló okkur ekkert útaf laginu, við héldum bara áfram því leikurinn hefði getað farið í skrúfuna.“

Fyrirliðinn sagði að síðari hálfleikurinn hefði ekki verið eins spennandi.  „Við hægðum aðeins á leiknum eftir hlé, gæti verið eitthvað ómeðvitað í þessari stöðu en við gáfum heldur engin færi á okkur svo að leikurinn bara einhvern veginn rúllaði bara áfram.  Okkur plan var bara að standa okkur betur en í síðasta leik, halda betur í boltann og sækja á réttum augnablikum, sem mér fannst ganga vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert