Freyr: „Þeir skulda mér mikinn pening“

Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson Ljósmynd/Kortrijk

Freyr Alexandersson sló á létta strengi í viðtali við danska fjölmiðla þegar hann var inntur um skoðun hans á yfirvofandi félagskiptum Andra Lucasar Guðjohnsen til Gent.

„Þeir hjá Lyngby skulda mér mikinn pening“ sagði Freyr og hló í viðtali við Tipsbladet í dag áður en hann bætti við „Nei nei ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hönd allra aðila. Við fengum hann til Lyngby vegna sambanda okkar við leikmanninn og þá staðreynd að við vildum spila með tvo framherja“.

Andri Lucas kom til Lyngby á láni í tíð Freys sem þjálfara en Lyngby keypti Íslendinginn og gerðu við hann þriggja ára samning í apríl. Síðan þá hefur Andri skorað linnulaust og er nú markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert