Jóhann Berg þakkar fyrir sig (myndband)

Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í síðasta landsleik.
Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í síðasta landsleik. Ljósmynd/Alex Nicodim

Enska knattspyrnufélagið Burnley tilkynnti í dag að íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson væri á förum frá félaginu í sumar. Hann fór yfir tíma sinn þar í einlægu viðtali sem var birt á samfélagsmiðlum félagsins.

„Fyrir strák frá Íslandi er draumur að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Jóhann Berg en hann spilaði sjö tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Burnley og hefur leikið samfleytt með liðinu í átta ár, frá árinu 2016.

„Þetta verður tilfinningarík stund á sunnudaginn, að vera með fjölskylduna með mér... það er erfitt að tala um þetta,“ sagði einlægur Jóhann Berg og hélt svo áfram. „Þetta verður krefjandi en gott,“ sagði Jóhann en síðasti leikur hans með liðinu verður heimaleikur gegn Nottingham Forest á morgun.

Jóhann Berg fór yfir tímabilið, sem lýkur á morgun, í viðtali við Tómas Þór Þórðar­son á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert