Aron Pálmars ekki með í kvöld

Aron Pálmarsson, fyrirliði FH og íslenska landsliðsins,getur ekki tekið þátt …
Aron Pálmarsson, fyrirliði FH og íslenska landsliðsins,getur ekki tekið þátt í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson verður ekki með í fyrsta leik FH gegn Aftureldinu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Aron er að glíma við meiðsli á fingri og var ekki með gegn ÍBV í undanúrslitum né með íslenska landsliðinu gegn Eistlandi á dögunum.

Samkvæmt heimildum mbl.is er hann ekki búinn að jafna sig og getur því ekki tekið þátt i leiknum í kvöld.

Aron Pálmarsson með teipaða putta að faðma Einar Braga Aðalsteinsson …
Aron Pálmarsson með teipaða putta að faðma Einar Braga Aðalsteinsson í leik FH gegn ÍBV í undanúrslitum. Eyþór Árnason

Leikurinn fer fram í Kaplakrika í kvöld og hefst klukk­an 19.40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert