Sigur Arsenal dugði ekki til

Kai Havertz með boltann í dag.
Kai Havertz með boltann í dag. AFP/Adrian Dennis

Arsenal endar í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þrátt fyrir sigur á Everton á heimavelli, 2:1, í lokaumferðinni í dag.

Þar sem Manchester City sigraði West Ham,3:1, er City meistari þriðja árið í röð. City endar með 91 stig og Arsenal 89.

Dagurinn byrjaði ekki vel fyrir Arsenal því Idrissa Gueye kom Everton yfir á 40. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Takehiro Tomiyasu og var staðan í hálfleik 1:1.

Stefndi í að það yrðu lokatölur en Kai Havertz skoraði sigurmark Arsenal á 89. mínútu. Marki sem stuðningsmenn Arsenal fögnuðu vel, þrátt fyrir að það nægði ekki til að tryggja Arsenal titilinn.

Arsenal 2:1 Everton opna loka
90. mín. Kai Havertz (Arsenal) skorar 2:1 - Dómarinn fer í skjáinn og dæmir markið gott og gilt. Smá sárabót fyrir Arsenal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert