Klopp: Klikkaðasta vika lífs míns

Jürgen Klopp stýrir Liverpool í síðasta sinn á sunnudaginn.
Jürgen Klopp stýrir Liverpool í síðasta sinn á sunnudaginn. AFP/Ben Stansall

Jürgen Klopp stýrir karlaliði Liverpool í síðasta sinn er liðið tekur á móti Wolves í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool á sunnudaginn. 

Klopp hefur verið stjóri Liverpool í níu ár og unnið allt sem hægt er að vinna á þeim tíma.

Á blaðamannafundi fyrir leik fór Klopp yfir víðan veg. 

„Þetta er búin að vera klikkaðasta vika lífs míns. Ég kvaddi svo marga. Þetta er engin venjuleg vika. 

Við héldum matarboð með leikmönnunum hér í gær og kvöddum þá þannig séð. Þetta er mjög mikið og það eru miklar tilfinningar í þessu. 

Að kveðja er aldrei skemmtilegt. En að kveðja án þess að finna fyrir eftirsjá þýðir að tíminn var frábær,“ sagði Klopp meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert