Stefán Stefánsson

Stefán hefur skrifað um íþróttir í Morgunblaðið frá 1990, og síðan mbl.is, auk þess að skrifa fyrir tímarit, stýra hverfisblaði og starfa sem fréttaritari fyrir UEFA og tengdar fréttastofur frá 2000. Hann lauk BA-prófi í atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands 2002.

Yfirlit greina

Fá á okkur mark og þá fer allt til fjandans

2.9. „Við höfum verið með yfirhöndina í mörgum leikjum í sumar en svo fáum við á okkur mark og þá fer allt til fjandans,“ sagði Þórður Ingason, markvörður og fyrirliði Fjölnis, sem þrátt fyrir góða baráttu lengi vel mátti sætta sig við 3:1 tap fyrir Stjörnunni í Garðabæ í dag þegar 19. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu fór fram. Meira »

Seigla Stjörnunnar skilaði sér

2.9. Gríðarleg barátta Fjölnismanna dugði skammt gegn Stjörnunni í dag og 3:1 sigur Garðbæinga í Grafarvoginum í Pepsi-deild karla í fótbolta. Stjarnan var í toppsætinu stutta stund, en jöfnunarmark Vals á Akureyri þýddi að Stjarnan er enn í öðru sæti, stigi á eftir Val. Fjölnir er hins vegar í grimmri botnbaráttu. Meira »

Duttum niður og komumst ekki upp aftur

21.7. „Við byrjum rosalega vel og skorum mark en þá bætti Stjarnan aðeins í hjá sér og fékk strax mark en við einhvern veginn duttum þá aðeins niður og náðum ekki að komast aftur í gang svo Stjarnan yfirtók leikinn,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 9:1 tap fyrir Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppninnar í dag. Meira »

Stjarnan í úrslit eftir stórsigur

21.7. Stjarnan rótburstaði Fylki í undanúrslitunum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á gervigrasvelli Fylkis í dag, 9:1. Í úrslitaleiknum bíður annaðhvort Breiðablik eða Valur. Meira »

Vissulega fór aðeins um okkur

11.7. „Við vorum ekki alveg tilbúnar á fyrstu mínútunum en svo náðum við að vinna okkur inn í leikinn og komum sterkar í síðari hálfleikinn, náðum þá að gera út um leikinn en það fór vissulega aðeins um okkur þegar KR skoraði,“ sagði Hildur Antonsdóttir, sem skoraði jöfnunarmark HK/Víkings sem vann KR í Vesturbænum í kvöld þegar fram fór síðasti leikur í 9. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta, Pepsi-deildinni. Meira »

Erum með virkilega eitraða sóknarlínu

4.7. „Við vorum bara kærulausar í vörninni og vel gert hjá FH að skora en við vöknuðum við markið, fórum að láta boltann ganga hraðar og uppskárum nokkur mörk fljótlega,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnukvenna, eftir 6:2 sigur á FH í Garðabænum þegar 8. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta lauk, Pepsi-deildinni. Meira »

Telma með fjögur mörk og út af á sjúkrabörum

4.7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir stal senunni þegar Stjarnan vann FH 6:2 í Garðabænum í kvöld þegar 8. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta, Pepsi-deildinni, lauk. Ekki nóg með að hún skoraði þrjú fyrstu mörkin þegar sóknarleikur Stjörnunnar var frekar stirður, heldur lokaði hún leiknum með sínu fjórða en meiddist við það og var borin út af. Meira »

Þrjú á elleftu stundu í sigri Fjölnis

1.7. Lengi vel leit út fyrir sanngjarnt frekar dauft jafntefli þegar Fylkir sótti Fjölni heim í rigningunni í Grafarvoginum í kvöld þegar leikið var í 11. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni. Þá dró hinsvegar rækilega til tíðinda og með þremur mörkum en tvö voru Grafarvogs, sem tryggði sér þrjú stig. Meira »

Blanda af seiglu, reynslu og heppni

2.9. „Við vorum bara ömurlegir í fyrri hálfleik og það lá heldur betur á okkur,“ sagði Daníel Laxda,l varnarjaxl Stjörnunnar, eftir 3:1 sigur á Fjölni í Grafarvoginum í dag þegar fram fór 19. umferð af 22 í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni. Meira »

Þurftu að fá á sig mark til að vakna

21.7. „Við vöknuðum við að fá á okkur mark og fórum í gang en það þurfti eitthvað til að vekja okkur og Fylkir byrjaði af krafti, það er má ekki taka það af þeim,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar. Meira »

Við í brasi og var refsað fyrir það

21.7. „Við vorum í brasi til að byrja með en Fylkiskonur mættur grimmar fyrstu mínúturnar, voru að vinna návígin og úti á vellinum og refsuðu okkar fyrir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem skoraði 4 mörk Stjörnunnar sem vann fyrstu deildar lið Fylkis 9:1 í Árbænum í dag þegar leikið var undanúrslitum bikarkeppninnar, Mjólkurbikarsins. Meira »

Það verður eitthvað að breytast

11.7. „Mér fannst mikið högg að fá á okkur mark strax eftir að við skorum,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, sem skoraði mark KR í 3:1 tapi fyrir HK/Víkingi þegar liðin mættust í 9. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta í kvöld, Pepsi-deildinni. Meira »

HK/Víkingur festi KR á botninum

11.7. Með 3:1 sigri í Frostaskjólinu, þar sem Margrét Sif Magnúsdóttir skoraði tvö, tókst nýliðum deildarinnar HK/Víkingum af lyfta sér upp um tvö sæti og taka 6. sætið en festu KR um leið á botni deildarinnar þegar fram fór síðasti leikur 9. umferðar efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar. Meira »

Ætluðum að halda í hálfleikinn

4.7. „Mér fannst við byrja leikinn af krafti og frábært að komast í 1:0 á móti Stjörnunni, við ætluðum að halda það út í fyrri hálfleik en fengum þá á okkur tvö mörk rétt á eftir,“ sagði Halla Marinósdóttir, fyrirliði FH, eftir 6:2 tap fyrir Stjörnunni í Garðabæ í kvöld en þá voru leiknir síðustu leikirnir í 8. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni. Meira »

Erfiðara að klúðra þessu færi en skora

1.7. „Við getum alveg orðað það þannig að ég hafi stangað boltann í netið en það var í raun erfiðara að klúðra þessu en skora,“ sagði Bergsveinn Ólafsson sem braut ísinn fyrir Fjölni í 2:1 sigri á Fylki í Grafarvoginum í kvöld þegar leikið var í 11. umferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni. Meira »

Maður fagnar sigri á svona liði

20.6. „Við spiluðum mjög vel á móti mjög góðu liði og ég er ánægður með sigurinn því þessi lið verða í baráttunni á toppnum, maður fagnar sigri á svoleiðis liði,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 2:1 sigur á FH að Hlíðarenda í kvöld þegar leikið var í 10. umferð Pepsi-deildarinnar. Meira »