Tveir látnir eftir umferðarslys

Tveir voru úrskurðaðir látnir eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystri skömmu eftir kl. 13 í dag, skammt norðan við Laugaland.

Bíll fór þar út af veginum og voru þeir tveir sem í honum voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins. Er hún á frumstigi og segir lögregla að ekki sé frekari upplýsingar að hafa að sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert