Tveir í bílnum sem lenti utan vegar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegi og ökumaður voru í bíl sem lenti utan Eyjafjarðarbrautar eystri, skammt norðan við Laugaland, skömmu eftir klukkan 13 í dag.

Umferðarslysið er alvarlegt og stendur rannsókn á tildrögum slyssins yfir á vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Hefur veginum verið lokað á milli Tjarnarlands og Miðbrautar.

Lögregla kveðst ekki geta veitt frekari upplýsingar á þessu stigi málsins.

Uppfært 17:22

Fulltrúi lögreglunnar á Akureyri segir rannsókn á vettvangi enn standa yfir og veginn áfram verða lokaðan næstu klukkustundir. Kvaðst hann ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert